<$BlogRSDUrl$>

25 nóvember 2002

Jæja, þá ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að skrifa reglulegar hérna inn, en það er svo sem margt sem maður ætlar sér...Eitt af því sem er skemmtilegt við að búa í öðru landi er að kynnast nýjum siðum og menningu, ekki satt? Þar sem við búum með mörgum þjóðernum fær maður ansi góðan skerf af framandi menningu, sem dæmi um það má nefna moldavana sem búa hérna í húsinu. Tveir trúðar, eða klaufabárðar öllu heldur. Þó Moldavía sé langt frá Rússlandi og að tungumál þeirra sé langt frá rússnesku að þá kemst ég ekki hjá því taka eftir "groznybozny"-töktum þeirra og hef ég allnokkrar sögur til að styðja mál mitt. Á ganginum er sími sem er sameiginlegur fyrir alla og kemur fyrir að ég þurfi að nota gífurlega tungumálakunnáttu mína til að gera mig skiljanlega í þetta apparat, t.d. virðast spánverjar ekki tala ensku svo ég þarf oft og iðulega að segja "no esta", því þessar spænsku stelpur virðast vera allan daginn á einhverju útstáelsi. Gott og vel, það reddast, og "for helvede" þýska líka, en ég er ekki mellufær á groznybozny málum (þó ég sé að læra ungversku)!!! Hvað í ósköpunum á ég að segja þegar einhver hringir og spyr eftir moldövunum og talar eingöngu hrognamál!! Svo virkar þetta þannig hjá okkur að við skiptumst á að þrífa ganginn. Öllum að óvörum ákvað önnur moldvarpan að sópa ganginn um daginn, gjörðu svo vel! Við slíka iðju finnst mér kannski ekki alveg viðeigandi að vera klæddur hvítum, gegnsæjum náttbuxum einum klæða, en sinn er siður í landi hverju! En ekki skánaði það nú þegar hin moldvarpan kom að stumra eitthvað yfir hinum, í samskonar tísku-buxum, nema þessar voru stuttar. Þetta var nú hálf spaugilegt allt saman, önnur moldvarpan að sópa og hin sturmandi með vindilinn lafandi í munnikinu við hliðina á "bannað að reykja" skiltinu. Þetta gerðist þó allt áður en nokkur kynnist þeim eitthvað. Ætli þeim hafi ekki fundist þeir vera orðnir útundar greyin þar sem enginn þorði að nálgast þá, hvað þá fara inn í herbergið þeirra (sem er alltaf fullt af moldvörpugellum, og ekkert fáum sko) Um daginn var partý í húsinu og þeir ákvaðu að taka til sinna ráða og "kynnast" fólki. Þeir fengu því fullt af fólki inn í herbergið sitt til að kenna þeim molvörpudans. Inni í herberginu voru allnokkrar fáklæddar moldvörpugellur að dilla sér í takt við moldvörpu-rokk. Svo hófst danskennslan. Dansinn er s.s þannig að fyrst er hoppað í smá stund með því að sveifla löppunum af krafti út í loftið og öskra svo hástöfum. Svo hefst sparkið aftur og til að kóróna allt saman fá sér allir sér stóran sopa af vodka. Þegar allir eru búnir að renna niður er byrjað aftur frá byrjun. En það sem er mikilvægast er að hafa í huga er að það á alltaf að bera virðingu fyrir menningu annarra landa, sama hversu ólík hún er okkar menningu!


En bara ef moldvörpurnar væru einu skrítnu kvikindin hérna........

This page is powered by Blogger. Isn't yours?