<$BlogRSDUrl$>

06 desember 2002

...ja nú er illt í efni

Eftir mikla innhverfa íhugun hef ég komist að rótum vanda míns varðandi frunsufrumskóginn. Ég þjásti þessa dagana af miklum S- og Bí vítamín skorti sem hefur margar aukaverkanir, mis alvarlegar. Auk aukins frunsuvöxts lýsa þær sér í seinkun og truflunum á taugaboðum sem verða til þess að líkaminn blakar útlimunum út um allt eða framkallar undarlegar hreyfingar. Til dæmis um daginn þegar ég var búin að klósettinu skellti ég hurðinni af öllu afli í ennið á mér svo að ég stóð all ringluð um stund í gættinni. Í útilífsskólanum í sumar sagði eitt barnið við mig í fullri einlægni: "Anna! þú ert alltaf að labba á hurðir", og þá var ég ekki einu sinni svo þungt haldinn af vítamín skorti.
Það er því augljóst að þetta þarf að bæta við fyrsta tækifæri og er þá enginn staður betri en Akureyri, home sweet home, til að styrkjast og hressast. Þannig að ef einhver þarf að ná í mig í jólafríinu og ég svara ekki í símann þá er eingöngu um tvo staði að ræða þar sem ég gæti verið niðurkomin: Subway og Brynja!

03 desember 2002

Merde... ég get nú ekki sagt annað. Það er EKKI sanngjarn að ég fái 5 frunsur á 4 dögum, er n.b. með 3 núna! Hvers á ég að gjalda!!!
Skemmtileg þessi fjöldaframleiðsla á öllu í dag, er í 4 lokaprófum á 3 dögum í næstu viku, auk þess að skrifa bókmenntaritgerð: "Hlutverk ljóðskálda í rómantík".
Það er annars gaman að segja frá því að ég fer heim í jólafrí eftir 17 daga :)

Hérna er lýsing frá Jens á nokkrum íbúum kommúnunnar okkar:

Við búum líka í sama húsi og fullt af útlendingum, þ.a. það er ansi skemmtilegt og fjölþjóðlegt kommúnuandrúmsloft hérna. Það eru tveir moldavar hérna sem eru pottþétt rússneskir mafíósar. Þar sem að moldavía á ekki landamæri að rússlandi, þá grunaði mig ekkert fyrst, en þegar maður fór að mæta þeim frammi á gangi í hvítum, hálfgegnsæjum silki náttbuxum og berum að ofan, með vindilinn lafandi í munnvikinu fór okkur að gruna að þeir væru engir venjulegir vodkaþambarar. Svo þegar maður fór að mæta þeim í ökklasíðum dökkum frökkum, vatnsgreiddum með hárið aftur og með dökk sólgleraugu var KGB það fyrsta sem manni datt í hug. En núna þegar KGB er ekkert nema ritskoðaðar síður í sögubókum og mafían ræður logum og lófum í Sovétríkjunum heitnum er enginn vafi á því hvaðan Davíð (Oddsson sko, ekki þú) fékk ölið.

Marie frá Equador (það er bananalýðveldi í hvítadufts-heimsálfunni) er líka allveg ágæt. Hress stelpa og tekur lífinu mjög létt. Hún er samt svolítill klaufi og gjörn á að brjóta hluti. Með herbergjunum hérna fylgdu eldhúsáhöld, en Marie er að verða búin að brjóta alla diska og glös sem hún fékk. Alltaf þegar maður hittir hana spyr hún mann hvað klukkan er. Þegar maður segir henni það er hún voðalega hissa og blótar svo því hún átti að vera löngu mætt einhversstaðar (oftast í skólann samt). Hún marie á nefnilega enga klukku eftir að hún rústaði vekjaraklukkunni sinni um daginn. Þ.a. núna er hún eiginlega allveg hætt að mæta í skólann og í flest annað. Anna hitti hana á sporvagnastoppistöðinni um daginn og spurði hvert Marie væri að fara. Marie svaraði að hún vissi það eiginlega ekki. Langaði bara að fara eitthvað. Það lýsir henni nokkuð vel.

Hérna er líka ágætis samsafn af spænskum stelpum og þýskum strákum. Það skapaðist svolítið fyndið andrúmsloft hérna um daginn þegar þriðja spænska stelpan flutti inn, því hún er svaka gella. Þá byrjuðu þýsku stál-eistun að framleiða meiri hormóna, sem var svolítið fyndið. Því í þýskalandi þykir kúl að vera með blátt hár, þ.a. það var reynt ásamt mörgu öðru skondnu til að vinna hylli stúlkunnar. Það var alltaf einhver þjóðverjinn í heimsókn hjá þeim spænsku með einhvert trúðashow. Það endaði svo á því að það var fyrrverandi austurþjóðverji sem landaði laxinum.

Leigusalinn okkar hérna er frakki => svolítið skrýtinn. Hann er samt hinn rólegasti vísitölumaður miðað við konuna sína. Hún er hið mesta skass og tekur sér aldrei vinsamlegt orð í munn, og eina ástæðan fyrir því að kallinn er ekki löngu skilin við hana er að þau eru búin að vera gift í 40 ár. Þau búa einhversstaðar lengst uppi í fjöllunum sem er hið besta mál. En stundum kemur það fyrir að Skessan kemur til byggða, og þá gista þau í kompu á ganginum okkar. Þá er voðinn vís. Um daginn voru þau hérna og Þjóðverji sem býr í herberginu við hliðina á okkur svaraði í sameiginlega símann frammi á gangi (hann hafði verið að bíða eftir símtali). Þá kemur Grýla á blússandi siglingu eftir ganginum (hún hafði semsagt líka verið að bíða eftir símtali), hleypur stráksa niður og rífur af honum símann. Nokkru seinna fær Þjóðverjinn svo bréf frá leigumiðlun stúdenta (sem sér um úthlutun á þessum herbergjum) og í því stendur að hann hafi ráðist á skessuna og nú verði hann að flytja út innan viku og að skólinn hanns verður látinn vita af þessu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?