<$BlogRSDUrl$>

29 desember 2002

Jæja, eftir töluvert blogg-jólafrí er líklega best að byrja að skrifa aðeins aftur. Nú sit ég fyrir framan tölvuna og á að vera að læra fyrir annað prófanna sem ég er að fara í í janúar, spennandi! Annars eru jólin búin að vera svona eins og jóla eiga að vera, róleg og seðjandi. Gærkveldið var hins vegar aðeins fjörugra, við tókum þátt í áramótamóti í curling, eða krullu eins og það heitir á íslensku. Það vantaði menn í nokkur lið og ég, Jens og Katri vorum fengin sem uppífyllingarmenn. Þetta gekk vonum framar, eftir að ég hætti að detta á rassinn og var farin að ráða við að kasta steininum marga metra án þess að slasa mig mikið byrjaði ballið. Ég átti nokkur dúndurskot og endaði það svo að mitt lið varð í öðru sæti, og eigna ég mér allan heiðurinn :) Ég var með sterkum mönnum í liði og liðseiningin skilaði okkur langt. Úrslitaleikurinn var þó sorglegur því óheppnin elti okkur, við hefðum átt að geta unnið hitt liðið því liðsmenn þess voru svo fullir að þeir stóðu ekki lengur í lappirnar, sem er nokkuð erfitt á svellinu. Eftir ítrekaða dauðakippi játuðum við okkur sigruð sem skipti þó ekki öllu máli því það fengu allir sinn skerf af vinningnum.
Er reyndar með gríðarlega strengi í dag og tek því lífinu með ró.

Kannski ég leggi þetta fyrir mig.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?