<$BlogRSDUrl$>

12 mars 2003

...skin og skúrir...

Það er búið að vera alveg ótrúlegt veður hérna síðust daga, um og yfir 20°C hiti. Mér fannst því mjög undarlegt, vægast sagt, að lesa í Mogganum að tveir menn hafi þurft að grafa sig í fönn á Íslandi og að frakkar væru í vandræðum hjá Eyjafirði. Þó verð ég að viðurkenna að ég væri alveg til í að skipta út góða veðrinu fyrir að fá að vera á Íslandi núna. Heima er best!

Fleiri Maríusögur

Ég hef minnst aðeins á Maríu áður, og má t.d. lesa nokkrar sögur frá því 22. janúar svona til upprifjunar.
Um daginn fór ég til Maríu til að gefa henni mynd af sjálfri sér. Myndin var frá því ég fór einu sinni með henni á skíði og hún fékk lánaða hjá mér sólarvörn. Hún opnaði túpuna og það byrjaði að vella út úr henni. Þá tók María það sem hafði komið út úr túpunni og setti framan í sig, sem var dágóður skammtur. Áfram vall úr dollunni og hún hélt áfram að setja framan í sig. Á þeim tímapunkti sem ég tók myndina var hún orðin öll skjannahvít í framan af sólarvörn. Þegar ég fór til að gefa henni myndina sat hún við eldhúsborðið og var að fá sér hádegismat, sem var samloka. Hún var að verða búin að gera samlokuna sína þegar mig bar að garði var hún s.s. komin með stóran ostbita á samlokuna og einhvurskunar grænfóður einnig. Svo var það rúsínan í pylsuendanum! Ólífuolía! Hún byrjaði á því að hella heilum helling af ólífuolíu innan í samlokna, setti svo efri brauðsneiðina á og hellti enn meiri olíu!

09 mars 2003

Jæja, eftir langa pásu tek ég mig aftur til við að blogga. Hér er það merkilegasta sem gerst hefur síðan síðast.

Fríður

Jú, Fríður kom í heimsókn og áttum við saman mjög skemmtilega daga. Einum degi eyddum við á skíðum ásamt Alex, þýskri vinkonu minni. Það var mjög fínt en því miður var þetta fyrsta skiptið mitt hérna í vetur þar sem er ekki er sól í Les2Alpes. Hefði verið skemmtilegra fyrir Fríði að fá sól en þetta var gaman engu að síður. Við fórum líka að klifra (allar á heilsusamlegu nótunum) og klifruðum heilmikið í Espace Vertical, sem er stærsti klifursalurinn í Frakklandi. Kíkt var upp í Bastilluna, þar er eitt besta útsýnið yfir borgina sem hægt er að fá. Sagt er að þaðan sjái maður til Mont Blanc á góðviðrisdögum, gallinn er bara sá að við erum ekki alveg klár á því í hvaða átt það er. Svo gerðum við einnig margt annað skemmtilegt, fórum að versla, á kaffihús, út að borða og margt fleira.

Skíði

Við fórum svo aftur á skíði á föstudaginn síðasta og þá var eitt besta veður sem ég hef fengið á skíðum hérna. Við höfðum ekki undan að klæða okkur úr, svo heitt var úti. Ekki ský á himni og blankalogn. Dagurinn var því alveg frábær.
Í rútunni á leiðinni uppeftir var erfitt að sofa. Það voru tveir hópar sem höfðu óstjórnlega hátt. Annar hópurinn samanstóð af nokkrum spænskum stelpum sem virtust í eðli sínu vera hávaðaseggir, mér virðist sem spænskar stelpur þurfi að tala rosalega hátt. Allavega þær sem ég bý með. Hinn hópurinn voru franskir súkkulaðitöffarar og öskruðu og hrópuðu allan tíman. Ég var því mjög þreytt eftir þessa ferð. Svo var ég svo rosalega heppin að lenda með þessum tveim hópum aftur í rútunni heim og ekki höfðu þau lægra þá, ónei. Tvíefld eftir útiveruna og góðaveðrið og slökuðu ekki á allan tíman. Ég var því mjög þreytt þegar ég kom heim enda vön að steinsofa báðar leiðirnar.

Meiri hávaði

Ekki tók betra við hérna heima. Á laugardagskvöldið hélt Tómas partý. Tómas er þýskur lögfræðinemi og bauð því öllum þýsku-lögfræði vinum sínum. Ég þekkti því nánast engann hérna. Þegar það eru partý dreifast þau um alla hæðina því ekkert eitt herbergi rúmar heilt partý. Mjög vinsælt er líka að vera á ganginum. Þar sem þetta er vægast sagt mjög hljóðbært hús gerir það svefn frekar erfiðan. Ég hafði reyndar allan varann á og notaði eyrnatappa, sofnaði svo um 2:30-3:00. Mér fannst svo mjög gaman að vakna klukkan 9 um morguninn (á sunnudagsmorgni nota bene!) við það að Tómas, María og Laura voru farin að taka til með ekki minni hávaða en kvöldið áður. Hversu hátt er eiginlega hægt að hafa við að þrífa, ég bara spyr. Það var mikið kallað milli herbergja, talað hátt á ganginum, mikið glerflöskuglamur, einhver skellti ótt og títt hurðum, einhver var duglegur við að lemja kústinum í allt og svo hlógu þau og skríktu til skiptis. Ég er því orðin ótrúlega þreytt á hávaða sem virðist alltaf hindra mig í að sofa. Mig langar því núna alveg óstjórnlega mikið til að fara í útilegu, langt frá mannabyggðum, við hliðin á litlum kyrrlátum læk, leggjast í grasið og hlusta á fuglana syngja. !!!!En það gerist ekki í bráð því núna á ég ekki svefnpoka, tjald, gönguskó, ullarnærföt, nýjar buxur...!!!! Helv.... AirFrance. Já, ég fékk um daginn ávísun upp á 15000 kr til að bæta 160.000 kr tjón. Mér fannst það mjög fallega gert af þeim. Það nær ekki einu sinni fyrir sendingarkostnaði. Ég er svo pirruð að ég gæti gerst hreðjaverkakona og ráðist á AirFrance. Það versta er samt að það eru allar líkur á því að það hafa hreinlega einhver starfsmaður stolið pokanum. Þetta er nú meira ruglið.

Kúka-piss

Ástand hússins fór sífellt versnandi eftir því sem leið á nóttina í gær. Gangurinn og herbergin tvö sem voru mest notuð voru öll orðin drulluskítug, fólk búið að ganga um allt á skítugum skónum og mikið búið að hellast niður. Klósettið var heldur ekki upp á marga fiska. Fólk hafði augljóslega verið aðeins of duglegt við að pissa útfyrir því það var risarisa pollur á klósettinu. Þegar Jens kom út af klósettinu réðist þar inn drengur sem var augljóslega að fara að æla og mér skildist að hann hafi ekki verið alveg í nógu góðu ástandi til að hitta í klósettið. Nú þori ég ekki að fara á klósettið og ætla að bíða þar til búið er að þrífa. Það gengur ágætlega, HEYRIST MÉR!

Ok, núna rétt í þessu var s.s. einhver að berja ansi hátt með kústskafti í hurðina okkar, sem hefði án efa vakið mig ef ég hefði verið sofandi. Mér sýnist það líka hafa vakið Jens! Fólk er fíbbbbbl!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?