<$BlogRSDUrl$>

04 apríl 2003

Endalaus hamingja

Ég var rétt í þessu að enda við að panta mér flugmiða heim, kem heim 28. apríl. Er núna að fara að byrja í ansi snarpri og strangri prófatörn, vona að það gangi allt vel. Í tilefni dagsins var ég að spá í að birta e-mail sem mér barst einu sinni, frá einhverjum svía. Ég vil taka það fram að ég veit ekkert hver þetta er, afhverju ég fékk þetta bréf eða hvernig honum datt í hug að senda mér þetta. Gaman að þessu samt. Ég fékk smá útskýringar á nokkrum orðum frá Moniku, sænsku stelpunni sem býr hérna og setti ég þær í sviga, annars skýrir þetta sig sjálft:

Ágætt að hafa alla möguleika opna

Tjena,

Jag heter Johan. En fräsch 31 åring mitt i Stockholm. Hoppas att du är intresserad av en kontakt. Jag är 183 cm, har mörkbrunt lockigt hår, gröna ögon. Vältränad och mycket välutrustad. Om du är intresserad av mina mått där nere är den 24 cm lång vid stånd och 15 cm i omkrets. (Þarna var hann s.s. að segja að konfektið hans er 24cm þegar vel liggur á en annars 15) Jag älskar sex i alla former. Kan vara mjuk, följsam och romantisk, lika gärna som rätt hård och brutal. Min tunga är mitt trumfkort (trumfkort er uppáhalds líkamshluti u.þ.b.), om du förstår vad jag menar... Jag söker tjej för regelbunden eller enstaka KK. (KK er hjásvæfa, bólfélagi)Diskretion är viktigt. Ålder spelar ingen roll för mig, jag tycker det hänger på helt andra saker om det skall kännas rätt. Jag är öppen och rak och hoppas att du är modig och vill ta en chans med mig. Det blir garanterat en/flera härliga stunder tillsammans.

Hör av dig...jag väntar!

02 apríl 2003

Fjölskylda

Þegar ég var, einu sinni sem oftar, á leiðinni heim úr skólanum með sporvagninum um daginn varð mér hugsað til fjölskyldna. Á móti mér sátu kínverskar stelpur. Þær voru líklega örlítil yngri en ég. Ein lánaði annarri geisladisk, kínverskan, líklega þann heitasta í dag. Framan á honum var mynd af manni og svo tvö tákn, sem voru mér auðvitað óskiljanleg. Mikið þurftu þær svo að ræða um diskinn, sem ég skildi auðvitað ekki heldur. Ég verð alltaf jafn furðu lostin að heyra svona tungumál, kínversku, japönsku eða eitthvað asískt mál yfir höfuð. Og letrið, þetta er alveg ótrúlegt allt saman. Væri gaman að kunna það, en effortið, ahhh segi ég nú bara. Vinur stráks sem býr hérna var að heimsækja hann um daginn. Hann var nýkominn frá Japan þar sem hann var í svipuðum tilgangi og ég hérna. Hann var búinn að ná töluverðri færni í Japönsku en vandamálið var að hann þarf að æfa sig á hverjum degi. Að skrifa táknin, lesa upphátt og þar fram eftir götunum. Einnig var hann duglegur við að hlusta á Japanska tónlist. Þetta ferli tók a.m.k. klukkutíma á dag og var Jan orðin frekar leiður á þessu, átti það til að flýja niður til okkar til að losna við þetta. Fyrir okkar vestrænu eyru er frekar erfitt að hlusta á japönsku eða kínversku lengi í einu. En málið með sögunni var það, að þegar ég sat á móti þessum kínversku stelpum var mér hugsað til þeirra laga í Kína að hver hjón megi aðeins eignast eitt barn. Það þýðir væntanlega það að maður á engin systkini, foreldrar manns ekki heldur o.s.frv. Það verður til þess að maður á enga ættingja, eingöngu foreldra, ömmur og afa og langömmur og langafa ef maður er heppinn, sem er ekki á hvers manns færi. Mikið rosalega hlýtur þetta að vera sorglegt samfélag. Einhverjir gætu hugsað: "fíúff, engin fjölskylduboð", en það er bara ekki málið. Ég held ég ætti að vera dugleg að heimsækja ættingja mína þegar ég kem til Íslands, ég gerði mér ekki grein fyrir, fyrr en núna, hvað ég á mikið.

30 mars 2003

Skíði

Við fórum einu sinni sem oftar á skíði um helgina. Nú hins vegar var búið að snjóa, aldrei þessu vant. Það hafði snjóað um nóttina svo að það var fullt af nýjum alveg óútskíðuðum snjó, ekki slæmt sko. Fyrsta ferðin var alveg æðisleg, "off-pist", löng salíbuna í glænýju púðri, það er sko ekki hægt að kvarta yfir því. Fyrir utan það var veðrið rosalega gott svo að þetta var alveg frábær dagur.

Heim til Íslands

Nú er það komið á hreint hvenær við förum heim. Jens fer heim örlitlu á undan mér, næstkomandi sunnudag, en ég hins vegar klára prófin mín hér og kem heim strax að því loknu, í lok aprílmánaðar. Það er því farið að styttast í annan endann á dvölinni hérna og ég er farin að hlakka ofsalega til að koma heim. Stefnan er að dvelja á Akureyri í sumar því þar höfum við ekki átt heima allt of lengi. Aðeins að njóta dýrðarinnar áður en við höldum aftur út í heim, til Finnlands. Vona bara að sú dvöl verði ekki jafn samfelld hrakfallasaga og hérna í Frakklandi, 7-9-13!!! Ég veit ekki hvað ég á að gera að það týnist öllu meira af dótinu okkar og ef ég þarf að standa aftur í jafn miklu skriffinnsku-bjúrókrata-rugludalla kjaftæði.

P.s. sjáumst eftir mánuð :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?