<$BlogRSDUrl$>

25 apríl 2003

Armband

Jan vinur minn hérna fór til Marokkó um daginn. Nú er hann kominn heim. Þetta var rosalega gaman hjá honum enda ekki við öðru að búast. Hann var hinsvegar svo indæll að kaupa handa mér armband, voða fínt með grænum steinum og einhverri verndarhendi sem er mjög fræg/vinsæl þarna. Það veitir ekki af því sko, annars klúðra ég bara öllu. Ekki leiðinlegt að fá svona gjöf.

Pakkedípakk

Jæja, ég er búin að vera á fullu við að pakka í dag, mikið rosalega er þetta leiðinlegt. Þarf svo að fara á pósthúsið í fyrramálið að senda einn kassa til Finnlands, svo fer restin af kössunum með Eimskip, kaupi pláss með Hrund og Jóni Gunnari. Meiri höfuðverkurinn þetta pakkistand. Nú er s.s. orðið rosalega tómt og sorglegt í herberginu mínu. Allt komið af veggjum og mest allt úr hillum. Bara hvítt og leiðinlegt núna. Þetta er samt rosa spennandi því að ég fer bráðum að komast heim. Helst myndi ég vilja klára að pakka niður núna og fara heim í fyrramálið en ég verð víst að bíða aðeins með þetta.

Skóli

Ég fór og náði í seinustu einkunnina mína í dag, búin að fara í síðasta skiptið í skólann hérna. Gaman en samt pínu sorglegt. Ég á eftir að sakna margra hérna og ég held að ég verði að vera dugleg að ferðast um heiminn og heimsækja vini míni það sem eftir er ævinnar. Langar rosalega mikið t.d. að heimsækja Mariu í Ekvador, ekki slæmt það.

23 apríl 2003

Ný könnun

Jæja, nú er ég búin að setja nýja könnun, víst orðið úrelt að spurja um páskaegg. Svarið endilega, þetta er nebbla rosalega spennandi!

Góð ferð til Lyon

Úff, það var svo fínt í Lyon í gær. Sjaldan verið svona gott að fá subway. Keypti mér meira að segja einn í nesti líka. Fórum svo líka í dýragarðinn og til konsúlsins að kjósa, ég náttla kaus ekki enda að koma heim, en hinir íslendingarnir gerðu það hins vegar. Fórumsvo út að borða um kvöldið á svaka fínan stað, fékk lauksúpu og lax. Voða gott. Svo var alveg magnað veður. Þetta var því alveg frábær dagur, nenni bara ekki að lýsa honum á smáatriðum.

20 apríl 2003

Páskaeggjaleit afstaðin

Jæja, nú er ég búin að fara að leita að páskaeggjum hérna í bakgarðinum. Það var rosalega gaman. Það voru bæði falin súkkulaðiegg og venjuleg egg sem voru máluð í gær. Ég fann 4 venjuleg egg, eina súkkulaðikanínu nokkuð stóra bara, og 2 pínulítil súkkulaðiegg. Þegar allt var fundið fórum við í pik-nik í bakgarðinum, borðuðum eggin, bæði súkkulaði og venjuleg, einhverjir komu með brauð og ost, en Cristina kom með páskapylsur og skinku sem mamma hennar sendi henni frá Spáni. Þetta var því rosalega gaman og nú eru allir komnir með í magan af súkkulaðiáti. Ég á samt eftir megnið af íslenska egginu mínu, það á líklega eftir að endast lengi.
Enn á lífi

...eftir ansi fjöruga helgi. Svona gekk helgin u.þ.b. fyrir sig:

Fimmtudagur
Eftir prófið fórum við og þvoðuð þvott, enda allt orðið skítugt, hef ekki haft tíma til að fara á þvottahúsið síðan ég veit ekki hvenær sko! Um kvöldið fórum við á veitingastaðinn La cantina mexicana þar sem við fengum voða fínt að borða. Þar sem við vorum sex skapaði það smá vandræði með að borga, fengum bara einn reikning, og því endaði það þannig að við borguðum um 400 krónum meira en við hefðum átt að gera, skiptir svo sem ekki öllu máli. Þjóninn var svo ánægð með þetta að hún gaf okkur öllum tequila skot, úff. Eftir þetta var haldið á London Pub, þar var góð stemning en heldur þröngt. Talaði við stelpu frá Brasíliu sem kvaðst heita Kristján, hún má hafa það eins og hún vill svo sem. Við gáfumst þó fljótt uppá fólksfjöldanum og héldum yfir á A tout va bien, það sem það var svo gott veður settumst við á borð úti og sátum þar til það lokaði, kl 1:00. Þar sem öll borðin voru upptekin settumst við hjá eldgömul manni frá Alsír sem var aðeins að viðra sig í góða veðrinu. Hann var mjög skondinn. Alveg sköllóttur og með bumbu. Hafði mjög sterkar skoðanir á öllu og var ekki vel við annara manna skoðanir, fussaði og sveiaði ef við sögum eitthvað sem honum líkaði ekki. Elsa (sænsk) fékk sér kók að drekka og var svo góð að bjóða manninum smá, fyrst hann hafði ekkert að drekka. Ussusussu, neineinei, ég drekk sko ekki svona örvandi ógeð á kvöldin, kók og orangina (nokkurn vegin appelsín, ekki jafn gott samt, og ekki með koffíni) bara bannað að drekka það á kvöldin, þá sefur maður ekki. Stuttu seinna vorum við að tala um kaffi og hann sagðist oft fá sér kaffi á kvöldin og alveg geta sofað. Skemmtilegur kall. Þegar lokaði á A tout va bien fórum við með einhverjum hóp í partý, eða já, stefnan var tekin þangað. Þegar við svo loksins komum á partýstaðinn ákvað fólk að nenna ekki að fara inn því það var enn svo hlýtt úti, fara heldur að spila fótbolta, þá gafst ég nú upp og fór heim.

Föstudagur
Yfir daginn gerðist nú svo sem ekkert merkilegt, fór uppá bókasafn og leita að fleiri heimildum. Það gekk alveg ágætlega. Um kvöldið var okkur svo boðið í kvöldmat til Dóru, íslenskrar stelpu sem býr hérna, ásamt hinum íslendingunum. Þetta var alveg meiriháttar kvöld. Mér leið alveg eins og ég væri komin heim því það var svo mikið af íslensku dóti, íslensk tónlist í gangi og í alla staði mjög íslensk heimili. Svo var sparstellið hennar eins og það sem við eigu á Akureyri. Þegar ég leit í ísskápinn hennar var fullt af íslensku dóti því hún er nýkomin frá Íslandi. Mér leið því alveg eins og á Íslandi sem hlýtur að vera rosalega gott :) Í fordrykk fengum við Kir og svo var drukkið heilmikið af hvítvíni, rauðvíni og bjór, enda töluvert minni kostnaður að bjóða uppá áfengi hérna en á Íslandi. Dóra hafði verið nýbúin að kaupa sér gasgrill og grillaði því, til að vera viss að geðjast öllum keypti hún allar tegundir af kjöti sem hún fann. Svo gerði hún ógisslega gott kartöflusalat með, aðeins öðruvísi en venjulegt íslenskt, rosalega gott. Já, svo var rosalega heimilislegt að sjá allar hagkaups-uppskriftabækurnar opnar í eldhúsinu þegar ég kom. Þaðan tók hún salatuppskriftina held ég. Svo í eftirrétt var ekta íslensk marengsterta og kampavín, alveg æði sko! Nema hvað, að þegar Dóra skálaði áður en við byrjuðum á matnum sagði hún skál fyrir afmælinu mínu. Ohh, fólk á að segja manni svona. Hafði ekki hugmynd, enda ekki búin að þekkja hana nema í kannski 2 mánuði. Jæja, æðislegt kvöld engu að síður.

Laugardagur
Og nú fer málið að vandast sko! Fór að sofa hálf 2 eftir veisluna á föstudeginum, þurfti að vakna 6 til að fara á skíði, það eru bara 4 og 1/2 tími sem er ekki nóg, sérstaklega miðað við það að ég var enn þreytt eftir prófatörnina. Ég komst þó á fætur og nokkuð áfallalaust niður brekkurnar en var heldur þreytt að þessu loknu. Tókst reyndar að berja mig í hausinn með skíðinum mínum, ekki spurja hvernig, svo að nú er ég með stóra kúlu á hausnum. Svo sólbrann ég svo að nú er ég með sólgleraugna og húfuför. Úff. Hefði þegið að fara heim að sofa þegar ég kom heim en nei, eitt partý enn. Það var líka mjög skemmtilegt. Við vorum samt frekar hissa á öllum blómunum hjá henni. Jú, þá átti hún víst líka afmæli og var ekkert að hafa fyrir því að segja okkur það. Tvö kvöld í röð, þvílík tilviljun sko. Í bæði skiptin fórum við þó með rauðvínsflösku til að gefa gestgjafa svo að við vorum ekki alveg hræðilegir gestir. Það var svo rosa rosa gott að fara að sofa klukkan að ganga 3 aðfara nótt páskadags og sofa út. Vakna á páskadag og fá sér páskaeggjablandípoka því eggið er ekki lengur egg. Ótrúlegt að ég hafi lifað þetta af, held ég taki því rólega í dag. Er að bíða eftir því að páskaeggjaleitin í bakgarðinum byrji, voða spennandi, vonast til að finna nokkur egg :)


This page is powered by Blogger. Isn't yours?