<$BlogRSDUrl$>

17 maí 2003

Höfuðborgin

Nú er ég stödd í höfuðborginni, aðeins svona að njóta lífins áður en alvaran tekur við. Búin að vera að heimsækja og kíkja á eins marga og ég get og ef einhver verður sár yfir því að hafa ekki fengið heimsókn, þá verður bara að hafa það, ég komst ekki yfir meira. Við fórum á M12 daginn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til að kíkja á fólkið sem var að vinna í Skátalandi, sem ég þekki úr skátunum, og tókst mér að koma þeim þokkalega á óvart. Gaman að því, ennþá skemmtilegra þó að hitta allt þetta fólk.
Á föstudagskvöldinu fórum við út að borða með Fríði vinkonu og Stefáni, kærastanum hennar. Ég hafði hug á að fara á Caruso, því miður var allt fullt þar, ohh. Röltum á Ítalíu, allt full, Asía, þaða sama. Enduðum því á Austur-indiafjelaginu, það var rosalega fínt, eins og alltaf, þó að klukkan hafi verið orðin nokkuð margt þegar við loksins komumst í að borða. Eftir það kíktum við á sagnfræði-djamm, til að sjá Evu og Sunnu, og nýja kærastan hennar Sunnu, hann Óla. Það var rosalegt stuð í partýinu en við stoppuðum samt ekki mjög lengi.
Í kvöld er ég að fara í matarboð til Ínu, ég rakst á hana í gær og þá ætlaði hún að fara að undirbúa eftirréttina (í fleirtölu nb.) svo að það verður líklega ekki slæmt.

Ritgerðin

Annars er B.A. ritgerðin mín alveg að verða tilbúin. Fór að hitta kennarann minn í dag til að ræða hvað ég þyrfti að laga og hvað mætti betur fara. Það var alls ekkert svo mikið og laga ég það hið snarasta. Svo er útskriftin bara 21. júní, allt að verða búið bara.

Sumarvinna

Ég verð að vinna á Hömrum í sumar og byrja seinnipartinn í næstu viku eða byrjun vikunnar þar á eftir. Ég verð að öllum líkindum í útilífsskólanum auk þess að vinna eitthvað á tjaldsvæðunum. Það er ljómandi hreint, finnst sko miklu betra að vinna utandyra en að hanga inni fyrir framan tölvu, þó að það hafi vissulega sína kosti líka. Þetta á þó allt eftir að skýrast aðeins betur.

Barneignir

Það eru bara bókstaflega allir að punga út börnum þessa dagana. Ég er alltaf að sjá einhverja sem ég hef verið einhverntíman með í bekk, árgangi eða skóla með börn. Börn af öllum stærðum og gerðum. Þetta er alveg að gera mig vitlausa!!! Ekkert smá abbó. Annars var ég að rekast á um daginn, að ég punktaði hjá mér brúðkaupsdaginn minn samkvæmt einhverju testi á netinu. Þar fékk ég út að ég ætti að giftast 5. júlí 2005, ykkur er náttla öllum boðið. Jens er enn að reyna að spurja mig hverjum ég ætli eiginlega að giftast þá, hehehe, alltaf jafn fyndinn.
Jæja, farin að háma í mig hjá Ínu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?