<$BlogRSDUrl$>

07 júní 2003

Og það er allt að verða vitlaust

Ég bara vinn og vinn þessa dagana. Fyrsta námskeið útilífsskólans byjar á mánudaginn svo að það hefur verið nóg að undirbúa og skipuleggja undanfarið. Því miður hefur rignt alla síðustu viku og það er ekki útlit fyrir betra veður á næstunni, ég verð alveg bandbrjáluð ef það verður svona veður í allt sumar. Það kemur sko ekki til greina að ég samþykki það, ónei! Því miður ræð ég engu um það. Annars er ég bara þokkalega sátt með lífið. Er samt alltaf dauðþreytt þegar ég kem heim úr vinnunni á kvöldin svo að það verður ekki mikið úr kvöldunum hjá mér. Sérstaklega ekki afþví að Jens er búinn að vera svo mikið í Laxárvirkjun undanfarið, alla síðustu viku og væntanlega eitthvað í þeirri næstu. Ég er ekkert sérstaklega ánægð með það, en svona er þetta. Annars er ég alltaf að bera eitthvað í vinnunni, held ég verði geðkt mössuð eftir sumarið sko! (eða búin að eyðileggja á mér bakið)

Júbilantahátið og útskrift

Jens er 5 ára stúdent úr MA í vor (ég 3 ára) og er hann því að fara að hitta bekkjarfélaga sína um næstu helgi og ætla ég að fara með honum í höllina um kvöldið 16. Helgina þar á eftir er ég hins vegar að fara að útskrifast, sem ég nenni engan veginn því að þessi athöfn er alveg drep sko. 2 og 1/2 tími af nafnaupptalningum. Finnst samt að ég verði að mæta, sem ég geri.

En ég hef s.s. ekkert til að blogga um þessa stundina því ég er bara alltaf að vinna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?