<$BlogRSDUrl$>

19 júlí 2003

Jeij

Mér tókst loksins að leiðrétta letrið á blogginu mínu, með miklu einfaldari leið en blogger sagði mér að gera, enda virkaði það alls ekki neitt. Maður fer bara í settings og stillir timezone á Ísland, þá virkar þetta.

Annars er allt ágætt að frétta. Er að vinna þessa stundina, er búin eftir 45 mínútur.

Finnland

Eins og alþjóð veit erum við Jens að fara til Finnlands næsta vetur þar sem Jens ætlar í mastersnám í raforkuverkfræði. Ég var mikið búin að kvíða húsnæðismálum eftir vesenið í Frakkalandi en okkur til mikillar ánægju erum við búin að fá íbúð, og n.b. íbúð en ekki músarholu. Hún er heilir 50,5m2, svefnherbergi, stofa, eldhús, forstofa og bað. Ég er viss um að ég fæ víðáttubrjálæði miðað músarholuna. Íbúðin er á 5. hæð í 6 hæða blokk og ég skal skrifa inn heimilisfangið bráðlega, man það ekki alveg. Þetta er við miðbæ Espoo sem er eins og Kópavogu Helsinki, nema hvað að skólinn er í Espoo en ekki í vesturbænum. Þar sem að íbúðin er svona stór er ykkur öllum boðið í heimsókn. Já, svo má ekki gleyma því að það er gufubað í blokkinni, og fylgir einn tími í viku með íbúðinni. Svo er hægt að kaupa fleiri tíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?