<$BlogRSDUrl$>

23 júlí 2003

Dagur að kveldi kominn

Jæja, þá líður senn að lokum þessa dags og harma ég það ekki mjög. Byrjaði að vinna klukkan 8 og var á dagskrá útilífsskólans í dag að labba upp í Gamla sem er skátaskáli hérna uppi í Hömrunum. Það er nú svo sem ekki slæmt, sérstaklega ekki í góðu veðri. Við vorum að því fram yfir hádegi. Að loknum vinnudegi var hinn vikulegi vinnubolti hjá mér, s.s. við hittumst starfsmennirnir og spiluðum fótbolta. Stóð ég mig heldur verr en í síðustu viku þar sem ég skoraði 3 mörk, en eingöngu 1 núna. Það telst þó ágætis árangur ef haft er í huga að ég skall með hnakkann mjög harkalega í jörðina í byrjun leiks og tognaði í hálsi. Eftir um klukkutíma hlaup fram og til baka eftir vellinum og gönguferð með brjáluðum krökkum ætti ég að vera orðin nokkuð þreytt. Jú, það var víst raunin. Gallinn var bara að ég þurfti að mæta aftur í vinnuna klukkan 20:00 og fékk ég þá að ganga um í 2 og 1/2 tíma við að rukka því það voru svo margir tjaldgestir. Að því loknu eyddi ég svo klukktíma í að gera upp og nú var Jens að koma að sækja mig svo ég ætla að halda heim á leið enda orðin alveg dauðþreytt.

22 júlí 2003

Helgi

Helgin nálgast óðfluga og er ég farin að hlakka allnokkuð til. Var að vinna um síðustu helgi svo að það eru ár og öld síðan ég fékk að sofa síðast út og er ég verulega farin að þurfa þess.

Veður

Svo er ég nú að verða pínu leið á veðrinu hérna, það er allavega ekki týpískt sumarveður hérna núna. Veðrið í sumar er búið að vera með eindæmum leiðnlegt, ég man eftir tveim góðum vikum, hinar allar hafa verið frekar sjúskaðar.

Anna Panna bara orðin fræg!

Ef þið eruð ekki búin að lesa sunnudagsmoggann hvet ég ykkur til að drífa í því þar sem að þar er viðtal við enga aðra en mig, MOI! Það kom í útilífsskólann fréttamaður frá mogganum um daginn, tók helling af myndum og viðtal við mig og Össu, sem er stelpa sem er búin að koma á fjögur námskeið hjá okkur í sumar. Reyndar eru nokkrar leiðinda villur í greininni en góð grein fyrir því.

Ég er samt farin að hafa áhyggur af því hvað lítið er eftir af sumrinu og þar af á ég eftir að vinna líklega 2-3 helgar.
Annars frétti ég í gær að ég væri ólétt, gaman að fá að vita solleis! Ef einhverjir fleiri hafa einhverjar fréttir um mig sem hafa algjörlega farið framhjá mér er viðkomandi vinsamlegast beðinn að láta mig vita hið snarasta!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?