<$BlogRSDUrl$>

29 júlí 2003

Bryllup

Við Jens fengum um daginn boðsbréf í brúðkaup hjá frænda hans, Kristni Má. Ég held að þetta verði gaman. Tilvonandi brúðhjón búa á sveitabæ rétt fyrir utan Selfoss og verður brúðkaupið haldið í lítilli kirkju þar hjá. Veislan verður svo í félagsheimilinu og þar verða einnig tjaldsvæði fyrir gesti, sem gæti skapað ansi skemmtilega steminingu. Svo er náttla alltaf svo gaman í brúðkaupum.

Síðasta helgi

Við fórum í menninginguna/ómenninguna um síðustu helgi, með viðkomu í Húsafelli. Þar eyddum við aðfaranótt laugardags með Davíð og Evu og hafði sá fyrrnefndi miklar áhyggjur af bjórnum sem hann þambaði í gríð og erg því ekki var um fullkomnlega löglegan drykk að ræða. Þetta var góð ferð þegar á heildina er litið þó að ekki allt hafi gengið upp, en svona er lífið.

Versló

Nú nálgast mesta ferðahelgi sumarsins óðfluga. Ég verð að vinna mest alla helgina, svona er þetta, ekki hægt að ráða við peningagræðgina. Fyrir utan að ég kann ekki að segja nei. Þetta er ekki vinnuhelgi hjá mér en ég er búin að skrá mig á fullt af aukavöktum, það verður sko gaman að fá borgað fyrir þessa helgi!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?