<$BlogRSDUrl$>

08 ágúst 2003

WC

Um daginn vorum ég og Þórunn að þrífa klósettin hérna á Hömrum. Vorum við á karlaklósettinu og eins og venja er var því lokað rétt á meðan við skófum umm skítinn. Það var hins vegar einhver inni á einu klósettanna þegar við komum þangað og vorum við ekkert að reka þá manneskju út. Líður og bíður og enginn kemur út af klósettinu, en jæja, svona er þetta, sumir eru lengur að gera þarfir sínar en aðrir. Eftir dágóða stund fór að koma gríðarleg fýla af klósettinu og þurfti ég að halda niðri í mér andanum í hvert sinn er ég gekk fram hjá, svo megn var fýlan. Jæja já, "karlmenn", hugsaði ég, "af hverju gera þeir alltaf svona vonda lykt??" Eftir dágóða stund í viðbót opnaðist hurðin og út kom 6 ára stúlka og gekk beinustu leið út, alveg án þess að þvo hendurnar. Hvað lærum við af þessu: Margur er knár þótt hann sé smár!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?