<$BlogRSDUrl$>

22 ágúst 2003

Átveisla

Ég ætti ekki að vera svöng þessa dagana. Í gær var starfsmannadjamm hjá mér, við byrjuðum heima hjá Stínu þar sem boðið var upp á osta, vínber, flögur, grænmeti & ídífu, vatnsmelónu og "ýmsa" drykki. Eftir það héldum við á Greifann þar sem við fenguð þríréttaða máltíð: Súpu, lambasteik og möndluköku. Það var voðalega fínt og auðvitað vín með matnum. Í kvöld erum við svo að fara í matarboð til bróður pabba og konunnar hans, Hreiðars og Diddu, og grunar mig að við fáum lambalæri, uppáhaldið mitt. Á morgun erum við svo að fara í brúðkaup hjá frænda Jens og grunar mig að þar eigi eftir að vera nóg af kræsingum. Þetta ætti því að verða áhugaverð helgi sem ég ætla að njóta vel því þetta er næstsíðasta helgin mín á Íslandi í dágóðan tíma.

Finnland

Það er að frétta af Finnlandsmálunum að Katri, systir Jens er búin að innrétta íbúðina okkar, hún bað um teikningar af íbúðinni og er búin að redda öllu frá rúmfötum og eldhúsdóti uppí sófa og eldhúsborð. Eina rúmið sem hún er búin að redda er hins vegar 80 cm breitt sem kannski dugar ekki alveg en ef hún finnur ekkert annað þá sagði hún að við skyldum bara kaupa nýtt eins rúm og negla þau saman, 160 cm rúm er náttla ekki slæmt. Þó að við þurftum að kaupa eitt lítið rúm þá er það ótrúlega vel sloppið þar sem engin húsgögn fylgja íbúðinni og tel ég okkur mjög heppin með þetta, eða þ.e. heppin að Katri nennir að standa í þessu fyrir okkur. Þegar við svo komum til Finnlands förum við með ömmu Jens að kaupa hnífaparasett handa okkur, hún heimtaði það. Katri var búin að redda notuðum hnífapörum fyrir okkur en amma þeirra sagði að hún hafi keypt hnífapör handa Katri þegar hún byrjaði að búa og nú ættum við líka að fá svoleiðis. Það er fínt enda fín hnífapör í búðinni þar sem við förum. Þetta er sko finnskt merki sem amma Jens er rosa hrifin af, ég á nú þegar 3 potta, 1 stóran eldhúshníf og pastaausu frá þeim, allt sem hún gaf mér. Hún hefur sérstaklega gaman af pottum og Katri á orðið allt of mikið af þeim því amma hennar er alltaf að gefa henni potta.

19 ágúst 2003

Haust

Það er allt farið að bera keim af haustinu. Náttúran farin að skipta yfir í haustlitina, skólarnir að byrja, tjaldgestum farið að fækka, haustútsölurnar á lokasprettinum og nýju vörurnar farnar að gleðja augu kaupenda. Haustið er svo sem ekki verra en hver önnur árstíð. Ég nenni samt ómögulega að pakka niður! Þurfum að pakka helling af dóti og senda til Finnlands og það er bara ekki að gerast. Hefðum átt að vera búin að senda dótið en erum ekki byrjuð að pakka. Svona er þetta, letin alltaf að drepa mann!

Tölva

Langþráð stund er runnin upp. Eftir vinnu förum við og sækjum nýju tölvuna okkar! Við létum loks undan gilliboðum töluseljenda. Gamla tölvan mín er alveg að syngja sitt síðasta og í raun ótrúlegt að hún hafi lifað síðasta vetur af. Eftirfarandi er hætt að virka: Hljóðkort, módem og geisladrif. Hún er svona 10 mínútur að starta sér og vinnur ákaflega hægt. Það er ekki hægt að hlusta á tónlist í tölvunni eða spila geisladiska. Hún er ekki með DVD spilara. Þó að hún væri með DVD spilara virkar hljóðið ekki svo að það er úr sögunni. Og þó að hljóðkortið virkaði er hún alltof hæg í vinnslu til að spila myndir sem við downloadum. Lost case s.s. En nýja tölvan, hún er sko fín, nema í útliti. Við ákvaðum að kaupa ljóta tölvu því hún er svo góð og uppfyllir allar okkar kröfur, nema útlitslega séð. Ég reyni því að segja sjálfri mér að útlitið skiptir ekki máli. Reyndar er ágætt að við erum augljóslega ekki að borga fyrir útlitslega hönnun því allar tölvurnar líta eins út. Kíkið endilega á gripinn!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?