<$BlogRSDUrl$>

10 september 2003

Íkorni

Við röltum í búðina áðan og rétt fyrir framan okkur hljóp íkorni yfir götuna. Ekkert smá sætur sko, ótrúlega hissa að sjá hann. Jens var að segja mér að þegar hann var lítill var alltaf sett mjólk út á tröppur fyrir broddgeltina, svo nú bíð ég spennt eftir að sjá broddgölt. Þeim hefur víst fækkað í Finnlandi en það má samt vona. Ég var að hæla broddgöltunum fyrir sniðuga vörn geng dýrum sem vilja borða þá. Jens fannst þetta nú ekkert merkilegt og sagði að það væru dýr sem kynnu að borða þá, þau veltu þeim bara við og byrjuðu að neðan. Mér fannst þetta ósmekklegt.

Símanúmer

Við ætluðum að fá okkur finnsk gemsakort. Við vissum að það þyrfti að hafa lögheimili hérna til að fá kort og við erum búin að redda því, ég er meira að segja komin með finnska kennitölu: 070980-1486, ekkert smá spennandi. En allavega, við fórum í símabúðina. Maðurinn þar sagði að maður þyrfti að hafa búið í Finnlandi í a.m.k. ár til að fá símakort. Það er náttla bara alveg fáránlegt sko. Það er barasta ekkert vit í því. Reddum þessu um helgina. Þá förum við til Turku og Katri ætlar með okkur niður í bæ og hún kaupir þetta bara fyrir okkur, málinu reddað!

09 september 2003

Svekkelsi

Ætluðum í sundlaugargarðinn í dag, en nei, lokaður frá 8.9. til 27.9. vegna viðhalds. Keyrðum ekkert smá langt til að fara þarna en neinei, og þeir auglýstu þetta ekki einusinni á heimasíðunni sinni. Annars getiði skoðað heimasíðu garðsins ef þið viljið.


Jens skordýr

Þegar við vorum að labba frá bílastæðinu og að húsinu áðan sáum við þrjá strjáka sem voru eitthvað að leika sér upp við girðingu. Einn var að pota í skordýr sem var á girðinngunni, svo datt það allt í einu og hann öskraði ekkert smá hátt. Leit svo við og horfði á Jens og öskraði annað eins. Held að honum hafi fundist Jens eitthvað ógnvænlegur.

Dimmuborgir

Við fórum til Helsinki á sunnudaginn í tilefni dagsins. Þegar við vorum að rölta um Annankatu (Önnugötu) á leiðinni á Subway, gengum við framhjá plötubúð og í glugganum var plakat með hljómsveit sem hét Dimmuborgir og var auglýst sem death cult hljómsveit. Dularfullt það. Ég kannast allavega ekkert við þessa grúppu, held að þetta hljóti að vera finnsk hljómsveit sem fannst þetta nafn kúl. Kannast einhver annars við þetta?

Finnskunámsmkeið

Í dag fundum við finnskunámskeið fyrir mig sem byrjar næsta mánudag. Það er þrisvar í viku í rúmlega tvo mánuði, 90 stundir í allt og kostar bara 4000 krónur. Alveg ótrúlegt. Þetta er svona miðstöð einhver þar sem er fullt af námskeiðum, ótrúlega spennandi. Þetta er í ógisslega flottu húsi, svona gamalt ríkramannahús með risastórum flottum garði, upp á smá hól. Þetta er um 4 km frá húsinu okkar svo að það ætti alveg að vera hægt að hjóla, ef ég rata. Annars gengur líka strætó þangað. Hlakka mikið til, held að þetta verði fínt.

08 september 2003

Finnland

Ég var búin að blogga alveg heilan helling um ferðina frá Íslandi til Finnlands en eyddi því óvart og er ekki að nenna að skrifa það allt aftur. Hér kemur samt stytt útgáfa.

Ferðin gekk mjög vel.

Hittum Gullu og Vigfús í Köben, það var gaman.

Fengum íbúðina á föstudaginn, erum búin að koma okkur fyrir, erum að ganga frá öllum pappírum.

Jens byrjar í skólanum á morgun.

Erum voða ánægð, veðrið er mjög gott. Ætlum í 3000 m2 sundlaugagarð seinnipartinn á morgun, hlakka til.

Sonna, þetta verður að duga, er sko fúl við blogger núna! Hann át ferðasöguna mína!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?