<$BlogRSDUrl$>

27 september 2003

Serena

Jeij, erum að fara í Serena á eftir, gef góða lýsingu á því í kvöld eða á morgun, ég get ekkert einbeitt mér fyrir spenningi, líður svolítið eins og það sé aðfangadagur.

Habitare

Fór á Habitare sýninguna í gær. Það er svona heimilissýning sem var svona 6-10 sinnum það sem sýningarnar eru í laugardalshöll. Fór með Katri og vinkonum hennar og við létum okkur nægja að vera þarna í um 6 tíma, náðum samt ekki að skoða allt. Mjög flott samt og sá margt sem mig langaði í en það var samt ekki alveg í boði að kaupa eitthvað þarna. Ég var nú samt svolítið eins og svartur sauður þarna því að Katri og vinkonur hennar eru allar í hönnunarnámi og voru þarna meira eins og í vísindaferð. Katri var líka að ná sér í heimildir fyrir lokaverkefnið sitt. Ein stelpnanna var að benda okkur á fyrirtæki sem hún var að hugsa um að selja hönnun á tösku og þar fram eftir götunum. Á meðan rölti ég um og hugsaði: "En grinilegur sófi" en ekki "Þetta er eftir þennan hönnuð, en áhugavert að nota þetta efni með þessu efni........" eins og hönnuðir hugsa. Hafði samt mjög gaman af þessu en var með þreyttara móti þegar ég kom heim.

Ljóskumaraþon

Við tókum smá ljóskumaraþon í gær þegar við horfðum á Legally Blond 1 og 2. Eftir maraþonið komst ég að svoliltu ótrúlega fyndnu, Jens er legally blond! Buxurnar sem Jens var í heita "Elwood", eins og aðal sögurpersónan sem fyrir þá sem ekki vita heitir Elle Woods. En ég meina, hver vill ekki vera eins og Reese Witherspoon???

25 september 2003

Það punkteraði

Þegar ég var að koma heim úr finnskutíma á mánudaginn á rauða hjólinu mínu gerðist stórslys. Einhver hreðjaverkamaður stóð fyrir því að sprengja dekk á hjólinu mínu. Hann hefur greinilega hugsað fyrir öllu því að þetta gerðist mjög snemma á leiðinni heim og þurfti ég því að labba langa leið heim. Þurfti að labba í rúmlega 40 mínútur alveg að drepast úr hungri. Ég ætlaði að flýta mér heim og fara að elda því að það var einnig von á Jens heim á svipuðum tíma.

Nýr sófi

Nú er aðeins minna tómlegt í stofunni því við erum komin með nýjan sófa. Þegar ég var að koma heim úr finnskutíma í gær var hann fyrir utan húsið og á honum var miði sem á stóð eitthvað "húggalabúggala" sem ég lagði á minnið og hljóp upp til Jens og spurði hvað það þýddi, sem var eitthvað í þá átt að sá sem vildi mætti eiga þennan sófa. Við drösluðum honum því upp til okkar. Hann er svona ekta sjónvarpssófi, über-mjúkur. Hann er reyndar smá upplitaður en það er allt í lagi. Nú vantar okkur bara sófaborð, eða eitthvað annað til að geyma lappirnar og bjórinn uppá, og þá erum við í góðum málum.

Finnar

Ég er búin að komast að því afhverju það er svona mikið af trjám í Finnlandi. Allir bæklingar og handbækur og allt svoleiðis sem er gefið út hérna er rosalega þykkt því það þarf að vera bæði á finnsku og sænsku. Það er því öruggara að hafa nóg efni í blöð

Svo sagði Jens mér finnabrandara, hann hljóðar svona: Af hverju er klósettpappírinn í Finnlandi tvöfaldur?

...............................................Af því að rússara taka afrit af öllum pappírum! Hehehehe

Serena

Um helgina opnar aftur í Serena, sundlaugargarðinum sem við ætluðum í um daginn en var lokaður. Við ætlum því að skella okkur þangað á laugardaginn. Var að skoða þetta aðeins nánar og kynna mér úrvalið af afþreygingu þarna. að er fullt af rosa stórum rennibrautum, riiiisa sko. Mjög stór öldulaug, svona braut með sterkum straumi sem fleytir manni áfram alveg á milljón, lyftingarsalur, nuddlaug, fullt af minni rennibrautum, fuuult af gufuböðum, veitingastaður (því maður er svo lengi í einu þarna) og eitthvað fleira sem ég man ekki akkúrat núna. Skoðið bara sjálf! Ég mæli sérstaklega með að þið skoðið "Photo Gallery" vel.

24 september 2003

Strætóvandamál

Ég ætlaði að taka strætó áðan. Það voru mjög margir að taka akkúrat þennan strætó. Þegar röðin kom að mér setti ég strætókortið mitt upp við vélina sem segir "bííb" og sýnir mér grænt ljós ef allt er í lagi, sem það var. Þegar ég svo labba innar í strætóinn, eftir að hafa látið vélina pípa, byrjaði strætóbílstjórinn að öskra á mig og fólk fór að flissa, en ég hef ekki hugmynd um hvað hann sagði. Þorði ekkert að gera og fékk mér sæti. Er allavega nokkuð viss um að þessi öskur voru til mín, en get aftur á móti ekki verið viss um það.

23 september 2003

Sjónvarpsviðgerðir

Sjónvarpið okkar bilaði og þar sem við höfum ekki bíl enduðum við á að hringja í mann sem kemur heim til manns að gera við. Jens var búinn að díla við hann að hann kæmi í dag, rétt fyrir 10. Samkvæmt minni skilgreiningu er 8:45 ekki rétt fyrir 10, sérstaklega ekki þar sem að á þeim tíma var ég ennþá upp í rúmi. Þegar hann dinglaði varð ég því að drífa mig í einhver föt og rjúka svo myglaðri en allt til dyra. Ég er viss um að manninum dauðbrá þegar ég kom til dyra, hálfnakin, myglaðri en allt og með hárið standandi upp í loftið. Það er þá bara eins gott að hann verði fljótur að þessu, því ég veit ekkert hvað ég að gera á meðan.

22 september 2003

Russian to a party

Ég var að dunda mér við að lakka á mér neglurnar áðan og tók þá eftir í fyrsta skipti að liturinn á naglalakkinu mínu, sem er dökkvínrautt, heitir "Russian to a party", er það gott eða slæmt? Ég vil nú ekki líta út eins og einhver Ivona Humpalot!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?