<$BlogRSDUrl$>

04 október 2003

Veðrið

Það er farið að kólna talsvert hérna svo að það er eiginlega skítkalt úti ef það er ekki sól. Það er því eins gott að ég er að verða búin með lopapeysuna sem ég er að prjóna!

Öfund

Ég er ekkert smá abbó núna, stelpa sem ég er með í finnskutímum skrapp til Ítalíu um helgina með kærastanum. Hefði alveg getað hugsað mér solleis helgi, en neinei!

Heikoin lenkki

Finnski weakest link var í sjónvarpinu í gær, æsispennandi. Hins vegar fannst mér ansalegt að sú sem vann heitir Auli, án spaugs. Reyndar sagt "Álí" en alveg sama, hefur enginn bent manneskjunni á þetta??
Á undan Hekoin lenkki var hins vegar finnski Idols. Það var verið að sýna frá upptökum úr forvalinu, það var ótrúlega fyndið. Það var ein stelpa sem söng alveg ömurlega og var svo geðveikt fúl yfir að komast ekki inn, grenjaði og grenjaði, og tuðaði og tuðaði fyrir framan myndavélarnar. Fólkið sem var að velja var nú samt frekar leiðinlegt, það fór að skellihlægja ef einhver söng frekar illa.

02 október 2003

Nýtt blogg

Rakst á nýtt blogg áðan. Það er hún Elísabet sem er að blogga á fullu frá Grenoble. Mæli með því. Finnst reyndar erfitt að lesa þetta því þá sakna ég Grenoble svo. Gaman samt að þessu!

01 október 2003

30 ára afmæli

Þegar mætti í finnskutíma á mánudaginn var húsið fullt út úr dyrum, allt vaðandi í blómum og tónlist. Við komumst fljótt að því að verið var að halda upp á 30 ára afmæli staðarins. Í frímínútunum bauðst okkur svo að fá okkar skerf af veigunum og þurftum við ekki að hugsa okkur tvisvar upp. Borðið svignaði af kræsingum og við fengum 30 mínútna frímínútur. Ekki slæmt það!

28 september 2003

Loksins í Serena

Úff það var svo gaman í gær. Allt saman sko! Rennibrautinar voru æði. Mér fannst "Black hole" skemmtilegust, kolsvört og löng. Það var alveg dimmt inni í henni, maður sá bara svart þegar maður lagði af stað en síðan blikkuðu annaðslagði einhver diskóljós í loftinu. Þegar maður svo loks kom út úr rennibrautinni var maður kominn á fulla ferð og maður gerði svaka gusu í lendingu. Ég var alltaf í smá vandræðum með að labba í burtu því ég var með svo mikinn svima. Hin stóra rennibrautin var líka skemmtileg, hún var hins vegar opin en þar náðist samt mikill hraði. Kóngur rennibrautanna þarna var þó sú græna. Hún er 45 metra löng, miklu styttri en hinar en hún er svo brött að maður nær um 40 km hraða í henni. Það er meira að segja bannað að sitja í henni, það á að liggja. Ég hef nú bara sjaldan verið jafn hrædd og þarna, maður fór svo ógeðslega hratt. Fyrsti kaflinn er um 45°brattur, þar nær maður upp hraðanum, svo koma nokkrir hringir áður en maður hendist út í laugina með miklum látum. Ég var sko alveg eftir mig eftir þessa ferð.

Þarna var líka öldulaug með 1,8 m háuum öldum. Það var spennandi en svolítið þreytandi til lengdar að halda sér á floti þarna. Svo var eitt sem mér fannst mjög skemmtilegt. Það var braut, ekki rennibraut, en braut með fullt af vatni og miklum straumi. Svo kom annaðslagði "brekka" og þá þaut maður áfram.

Gufuböðin þarna voru líka mjög góð og það veitti ekki af þeim því að laugarnar voru svo kaldar. "Heiti" potturinn var svipaður og sundlaugarnar heima, að Þelamarkurlaug undanskildri.

Þessi ferð var samt mjög skemmtileg og ég ætla sko pottþétt að fara þangað aftur.

Formula ykkönen

....eins og Formúlan heitir á finnsku. Við horfðum á tímatökur í Indianappolis kappakstrinum í gær. Þetta var alveg ótrúlega spennandi en það sem var fyndnast var að hlusta á finnsku íþróttafréttakallana því þeir voru alveg að tapa sér fyrir spenningi. Það var sko greinilegt með hverjum þeir héldu. Ég verð samt að viðurkenna að ég var alveg sammála þeim í gleðinni. Það verður því spennandi að fylgjast með í kvöld og sjá hvernig fer.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?