<$BlogRSDUrl$>

10 október 2003

Uppskriftahorn Önnu

Ég hef ákveðið að vera með uppskriftahorn hérna á síðunni minni. Það felst í því að annaðslagið birti ég uppskriftir sem að ég vona að sem flestir geta notið. Ég hef nýverið uppgötvað uppskrift af hinni fullkomnu (önnu)pönnupizzu og vil ég endilega deila henni með ykkur. Þetta verður tillagan mín að helgarmat. Þetta er smá bras en er vel þess virði. Það er svo velkomið að koma með athugasemdir eða viðbætur ef einhver vill. Verði ykkur að góðu.

Pönnupizza – Pizza in padella

Fyrir 2
Deig:

5 – 5 ½ dl hveiti
10 g ger
2 ½ dl volgt vatn
1 ½ tsk ólífuolía
1 ½ tsk salt
½ tsk sykur

Hrærið saman vatni og geri. Bætið þar næst við salti, sykri og olíu og hrærið vel. Bætið hveitinu smám saman við og hnoðið degið vel. Mótið eina bollu, setjið hana í skál með röku stykki yfir og leyfið henni að hefst í 2 klukkustundir.

Fylling 1:
100 g mozzarellaostur, rifinn
2 kartöflur, soðnar og skornar í sneiðar
2 tómatar, skornir í sneiðar
3 msk ólífuolía
½ laukur, stór, skorinn í sneiðar
¼ tsk rósmarín eða aðarar kryddjurtir

Notið eina stóra pönnu sem má setja í ofn eða tvo einnota álforma (ca 23 cm í þvermál). Berið olíu í botninn á forminum. Fletjið bolluna út svo að degiið verði jafn stórt og pannan eða rúmlega það. Setjið deigið í forminn og snúið því svo við svo að það verði olía báðu megin á deginu. Brjótið síðan dálítið inn af brúnunum svo að þær verði þykkar. Dreifið ostinum á botninn og raðið kartöflum, tómötum og lauk ofan á. Að lokum er rósmaríni eða öðrum kryddjurtum stráð yfir pizzuna. Hún er svo bökuð í 200°C heitum ofni í 15-20 mínútur.

Fylling 2:
Einnig má setja “venjulega” fyllingu á pizzuna og þá verður hugmyndaflugið að ráða ferðinni. Setja má pizzusósu, ost, skinku, pepperóní, ananas, grænmeti eða annað sem hugurinn girnist. Að öðru leiti er pizzan meðhöndluð eins.

09 október 2003

Hátíð í bæ

Nú er sko glatt á hjalla, lyftan er komin í lag og allir eru glaðir.

Jens er til sölu, frekar ódýr meira að segja

Þegar við vorum að rölta um altmugligt búð um daginn rákumst við á örbylgjuofn sem heitir Jens, og hann var bara ódýr sko. Hefði verið brilljant að kaupa hann en fjárhagurinn leyfir ekki svoleiðis kaup núna. Einhverntíman þó verðum við að fjárfesta í Jens. Reyndar á ég fullt í fangi með einn, en kosturinn við þennan í búðinni er að það er hægt að taka hann úr sambandi og þá er hann alveg til friðs!

08 október 2003

Lyftuvandræði

Jæja, núna er lyftan búin að vera biluð í 3 daga og það bólar ekki á neinum viðgerðamanni. Ég er virkilega farin að hafa áhyggjur af þessu. Ég er orðin nokkuð leið á að labba upp þessa stiga. Svo þegar ég hleyp niður þá, kannski að verða of sein í strætó, er ég komin með heilmikinn svima þegar ég loksins kemst niður á jarðhæð, enda búin að snúast í allnokkra hringi. Ef ekkert fer að gerast í þessum málum bráðum fer ég kannski að taka málið í mínar hendur og það getur ekki boðað gott, fyrir lyftuna þ.e.

07 október 2003

Það hlaut að koma að því

Við búum á 5. hæð og lyftan bilaði í gær. Það er sko ekki gaman að labba upp á 5. hæð nokkrum sinnum á dag. Ég veit ekkert hvernig þetta virkar hérna, það er enginn miði á lyftunni, eða neinstaðar, sem segir eitthvað um þetta. T.d. væri sniðugt að segja "Lyftan er biluð, viðgerðarmaður kemur klukkan 16:00 á þriðjudag." En neinei, maður bara bíður og vonar að einhver hafi látið vita að lyftan sé biluð.

Stolltur eigandi

Nú er ég mjög svo stolltur eigandi nýrrar lopapeysu, sem á sko eftir að koma sér vel hérna í vetur. Ég er alveg að verða búin að ganga frá endunum (sem voru ekkert smá margir sko) og þvo hana og þá er allt klárt. Þetta átti reyndar að vera verkefni vetrarins en hann er bara rétt að byrja, svo að nú er ég atvinnulaus. Ekki gott það. Svo ef einhver vill vera góður við mig, má sá hinn sami senda mér meiri lopa ;) Á reyndar smá afganga af peysunni, verð að nota það í vetlinga, sokka, húfur eða annað slíkt.

Brrr

Það er núna í kringum 10 stiga hiti á daginn, fer aðeins hærra ef sólin skín. Stundum getur hitinn þó farið allt niður í 5 gráður. En það er október svo að þetta er bara þokkalegt, ekki enn snjór og, að mér finnst, ekkert svo kalt úti. Ekkert mál allavega að klæða þetta af sér. En það er svo fyndið í finnskutímum. Stelpurnar frá S-Afríku, Jamaíka og Ástralíu tala ekki um annað en hvað það sé kalt hérna. Laura, sú afríska, segir að núna sé heima hjá sér um 31-35 stiga hiti. Þeim finnst svo erfitt þetta með tvöfalda glerið í gluggunum. Það verður til þess að maður þarf að klæða sig helling áður en maður fer út því það er miklu hlýrra inni. Svo kemur maður aftur inn og þá þarf maður að byrja á því að klæða sig úr. Maður gerir bara ekkert annað allan daginn en að klæða sig í og úr. Svo tekur ekkert smá tíma að klæða sig í á morgnanna, allskonar húfur, vetlingar, treflar... Frekar fyndið að hlusta á þær. Reyndar yrði ég ekki mikið skárri í þeirra löndum. Sú ástralska var að segja að á sumrin telst það góð nótt ef hitinn fer undir 40 gráður. Er þetta fólk eitthvað sækó, frekar vil ég þá snjó!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?