<$BlogRSDUrl$>

14 nóvember 2003

Hæg norðlæg átt... 

Það er allt voða rólegt hjá mér núna, eftir allt þetta flugmála drama í byrjun vikunnar. Hins vegar gleymist alveg að segja frá öðru ansi merkilegu máli, það svona týnist eiginlega í allri reiðinni yfir Air Greenland. Allavega, á mánudaginn fór ég í viðtal á atvinnumiðstöðinni. Ég var búin að skila inn umsókn og konan sem ég talaði við var búin að fara yfir hana. Hún leitaði að upplýsingum um mig í tölvunni, ég er nebbla með finnska kennitölu svo að ég er í susteminu, you know. Þar sá hún að ég væri bara skráð með tímabundið lögheimili hérna, sem ég var því að konan á skráningarskrifstofunni sagði að það væri alveg jafn gott, en það er það bara alls ekki. Hefur valdið okkur nokkrum vandræðum og nú kom í ljós að ég mátti ekki skrá mig hjá atvinnumiðstöðinni. Við Jens brunuðum því á skráningarstofuna og báðum konuna að laga þetta, hún var ekkert rosalega sátt en ætlaði samt að gera þetta. Það þarf bara að panta einhverja pappíra frá Íslandi svo að þetta gæti tekið smá tíma. Þegar þetta er svo komið á ég að fara aftur og tala við konuna á atvinnumiðstöðinni og hún skráir mig inn. Það að vera skráð í atvinnumiðstöðinni er nefnilega mjög gott því að það þýðir að ég fer í einhverskonar integration program, veit ekki nákvæmlega í hverju það felst, veit að þau eru með finnskunámskeið og að þau hljálpa mér að finna vinnu. En það er ekki allt. Á meðan á atvinnuleitinni stendur fæ ég atvinnuleysisbætur, það kom mér á óvart. En gerði mér svo grein fyrir því að þetta væri svona norðurlandadæmi, maður hefur sömu réttindi innan allra norðurlandanna, frábært! Þetta munar rosalega miklu fyrir okkar ef svo færi að ég fengi ekki vinnu því að, eins og þið skiljið, þá er ekki auðvelt að lifa tvö af eins manns námslánum. Ég er því bara sátt með þetta allt saman.

Annars verður helgin hjá mér ansi strembin, málið er að ég er að fara í finnskupróf í næstu viku, sem er síðasta vikan hjá okkur fyrir jól. Byrjum svo aftur um miðan janúar. Það er ekkert smá magn af málfræði og skrítum orðum sem ég þarf að læra utan að. Ég verð örugglega farin að segja bara "húggalabúggala", klóra mér í hausnum og snúast í hringi eftir helgi.

11 nóvember 2003

Nú er ég minna brjáluð 

Jæja, erum búin að afgreiða þessi flugmál. Air Greenland endurgreiða okkur, en þá áttum við samt eftir að finna flug heim og er nú kominn sá tími sem að öll ódýrustu sætin eru búin og höfðum við áhyggjur af því að þurfa að borga mjög mikið fyrir flugmiða heim. Tékkuðum á icelandair.is og eins og ég reiknaði með kostaði miði frá köben til keflavíkur 55.000 á mann, sem er náttla bara hlægilegt. Kemur ekki til greina að kaupa svo dýran miðan. Þá var það að athuga með icelandexpress.is, þar var verðið öllu skaplegra, eða 33.000 á mann, sem var samt það sama og við hefðum borgað Air Greenland, það var samt alla leið til Akureyrar. Ofan á þetta gjald legst svo kostnaður við að komast norður. Jæja, allt er hey í harðindum og við vorum að því komin að ganga frá þessu þegar Gulla Gella benti mér á að tékka á icelandair.dk Jamm, það gerði ég, og viti menn, við fengum miða fyrir okkur bæði á 50.000, s.s. 25.000 á mann. Hvað í ósköpunum réttlætir það að okra svona á íslendingum, selja þeim helmingi dýrari miða en dönum, sem vildu þó ekki nýta sér þann kost nógu mikið að fljúga beint til Akureyrar. Eitthvað finnst mér þetta dularfullir viðskiptahættir. Jens sagði mér að segja að það væri flugleiðalykt af þessu Air Greenland máli, auðvitað græða flugleiðir á þessu. Allavega, við erum komin með ódýran miða heim, samt bara til borgarinnar, svo að ef einhver er á leiðinni norður þá þyggjum við far!

Annars fórum við í bíó í gær, í fyrsta skipti í Finnlandi. Fórum að sjá ekki amarlegri mynd en Nóa Albínóa, sem heitir Noi albiino á finnsku. Ekki fannst mér það nú leiðinlegt. Enn minna leiðinlegt fannst mér þó að horfa á frönskukennsluatriðið því að kennarinn kenndi mér í háskólanum, alveg snillingur. Er samt fúl yfir því að hann hafi aldrei kennt mér að gera majones, kannski allt í lagi, hann virtist ekki kunna það of vel þarna í myndinni. Sko, aðalleikarinn er sonur hans. Mér fannst þetta ótrúlega skemmtileg mynd, en skemmtilegast var þó að fara á íslenska mynd í finnlandi. Frábært kvöld eftir mikið svekkelsi um daginn.

10 nóvember 2003

NÚ ER ÉG SKO BRJÁLUÐ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! 

Jæja já, ég var barasta að lesa að Air Greenland eru að hætta um næstu mánaðarmót að fljúga milli Ak og Köben! HVERNIG KOMUMST VIÐ ÞÁ HEIM UM JÓLIN SPYR ÉG BARA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hringdi í Ferðaskrifstofu Akureyrar, þar var allt vitlaust að gera, skiljanlega. Reyndi að hvessa mig ekki við afgreiðslukonuna sem greinilega var þreytt á mörgum upphringinum um þetta mál. Hún vissi ekkert enn en fannst líklegt að það væri þá á þeirra ábyrgð að redda okkur heim. Eins gott segi ég nú bara!

UUUUUUUUUUURRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG

Helgarsaga 

Jæja, þá erum við komin heim aftur. Helgin afstaðin. Þetta var alveg hreint ljómandi ferð hjá okkur. Borðuðum mikið og hlógum mikið. Við lentum í smá vandræðum með lestarnar en það reddaðist að lokum, vorum bara ein í heilum lestarvagni, ekki slæmt það! Fengum jólaglögg, piparkökur og finnskar pönnukökur þegar við komum á föstudagskvöldinu. Smá svona forsmekkur af jólunum, það er svo sem ekkert verra. Jólaglöggið var alveg rammsterkt! Gerðum ekkert merkilegt annars þetta kvöldið því við komum svo seint.

Á laugardeginum kíktum við í bæinn og sóttum svo ömmuna á rútubílastöðina. Eftir staðgóðan hádegismat fórum við svo í heimsókn til mömmu Juha þar sem hún dældi í okkur veitingum. Við fengum líka að fara í gufubað hjá henni, mmmmm. Svo gaf hún okku ennþá meira að borða. Þegar við svo loksins komum heim og ætluðum að fara að elda crêpes vorum við svo södd að við urðum að fresta því til morguns. Fengum okkur samt rauðvín og horðum á heilmikið af slides myndum, héðan og þaðan úr heiminum: Finnland, San Fransisco, Mexíkó o.s.frv. Mjög gaman að því. Þegar allir voru búin að metta augu og maga héldum við í bæinn, aðeins svona að kíkja á næturlífið. Fínt það. Rötlum svo heim þegar vel var liðið á nóttina og fengum okkur brauð í ofni, svona með skinki, osti og þess háttar. Ég var í mestu vandræðum með að halda augunum opnum yfir brauðátinu, komst þó klakklaust upp í rúm á endanum. Var sko ekki lengi að sofna.

Á sunnudeginum voru við aðeins heilsusamlegri. Fórum á laaangan sight-seeing göngutúr um bæinn. Sáum margt skemmtilegt, t.d. skíðastökkpallana, vá hvað þeir eru stórir. Fórum meira að segja undir þá, usss, ekki myndi ég sko þora svona. Eftir mjög svo lystaukandi göngutúr fengum við svo loksins crêpes. Hefðbundnar í aðalrétt og svo karamellu-epla í eftirrétt, ekki slæmt það. Að átinu loknu var klukkan orðin 8 svo að við Jens héldum heim á leið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?