<$BlogRSDUrl$>

28 nóvember 2003

Helgarplan 

Jæja, það er kominn föstudagur aftur. Dagarnir eru svo sem allir voða svipaðir hjá mér. Þessi föstudagur er þó nokkuð sérstakur, bæði einn og sér og líka í samhengi við komandi daga. Á eftir kemur Katri, systir Jens, og gistir hjá okkur í nótt. Á morgum förum við Jens svo til Turku og á íshokkíleik, frændi hans og frænka eiga nokkur föst sæti svo að við fáum ókeypis. Á sunnudaginn förum við svo í gufubað en um kvöldið hefst svo aðal tilgangur ferðarinnar. Við ætlum nefnilega í siglingu til Svíþjóðar. Það er þannig að amma jens er rosalega hrifin af þessum ferðum og fer oft. Hún fékk afsláttarmiða sem við fengum og borgum við því bara tæpleag 300 krónur á mann fyrir siglinguna. Hún er í 24 tíma, frá Turku til Svíþjóðar, við förum samt ekki í land í Svíþjóð. Þetta er rosa stórt og fínt skip með spilavítum, veitingastöðum, diskótekum, sundlaug og allskonar. Svo er líka tollfrjáls búð um borð svo það er hægt að byrgja sig upp af allskonar góðgæti. Við fáum svo okkar herbergi/káetu þar sem við getum sofið um nóttina, ef við skildum hafa áhuga á svoleiðis. Ég er bara orðin nokkuð spennt.

Annars er ég að verða dálítið þreytt á veðrinu hérna. Það kom snjór aftur um daginn og eftir það kom til skiptis hiti og frost. Það var hiti í smá stund svo að snjórinn byrjaði að brjáðna, svo kom frost og borgin varð eitt stórt skautasvell. Svo kom aftur hláka, og þá varð borgin eitt stórt blautt skautasvell, o.s.frv. Núna er hins vegar allur snjór farinn og komið aftur sama veður og var fyrir snjóinn. Núna er s.s. brjáluð þoka og smá úði úti. Ógeðslega grátt og dimmt allt og maður verður alveg þunglyndur af að líta út um gluggana á morgnanna. Ekki spennandi. Ég vil annaðhvort hafa snjó og kulda eða sól og hita. Ekki þetta ömurlega millibilsástand. Ef ég mætti ráða væru bara tvær árstíðir; sumar og vetur!

24 nóvember 2003

Merkisdagur 

Dagurinn í dag er ansi merkilegur. Ekki fyrir þær sakir að það er komin hláka og allur snjórinn er að fara. Nei ó nei. Ekki af því að helgin er búin og hversdagsleikinn er tekinn við. Í fyrsta lagi er þetta ákaflega athyglisverður dagur af því að í dag er akkúrat mánuður í jól, sem er nú hátíð út af fyrir sig. En aðallega er þetta stórmerkilegur hátíðisdagur því Jens á afmæli, barasta orðinn 25 ára kallinn. Ég bakaði svaka fína marengstertu (samkvæmt pöntun frá afmælisbarninu) og svo ætlum við að fara út að borða í kvöld. Samkvæmt öruggum heimildum braggast afmælisbarnið vel, bumban stækkaði og nokkur hár féllu í tilefni af deginum.


23 nóvember 2003

Jóladagatal 

Í gær fórum við inn í miðbæ Helsinki. Málið er nefnilega það að við erum að gera jóladagatal, hugmynd sem ég fékk hjá Alex og Manu, þjóðverjum sem við kynntumst í Grenoble. Það virkar þannig að hvort okkar kaupir 12 litlar gjafir (max verð 500 kr hver), svo pökkum við þeim inn, númerum og hengjum upp á vegg, Jens á oddatöludaga og ég sléttratöludaga. Spennandi þetta. Miðbærinn var pakkaður eins og alltaf á laugardögum. Það er búið að skreyta bæinn töluvert og farið að spila jólalög. Ég fattaði, þegar ég sá allt fólkið á þönum að kaupa jólagjafir, að ég ætti að fara að huga að svoleiðis. Er búin að prjóna eina jólagjöf og ákveða aðra en það er allt og sumt. Verð að fara að leggja höfuðið í bleyti.

Annars kom sjór í gær, það snjóaði bara heilmikið. Seinast þegar við fórum til Helsinki var líka brjáluð snjókoma. Það er samt spáð hlýnandi eftir helgi svo að veturinn er víst ekki kominn enn.

Eftir gjafakaupin í gær fórum við svo á Subway í Önnugötu (Annankatu) sem er náttla alltaf svaka fínt.

Já, beaujolais-ið var fínt, mjög gott. Drukkum aðra flöskuna á föstudaginn. Ég eldaði crêpes í kvöldmatinn, bæði aðalréttar og eftirréttar. Gerðum eftirréttar með súkkulaði, bönunum og rjóma, mmmmm. Frönsk stemning alveg í hámarki!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?