<$BlogRSDUrl$>

06 desember 2003

Tampere 

Við erum að fara núna rétt bráðum til Tampere þar sem við gistum í nótt. Við förum með Katri og Juha og verðum hjá einhverjum vinum þeirra sem við þó þekkjum ekki neitt. Það er nú svo.

Annars er þjóðhátíðardagur finna í dag, 6. desember. Við vorum búin að skipuleggja að fara í bæinn og kaupa nokkrar jólagjafir áður en við leggðum af stað en það gengur víst ekki því allar búðir eru lokaðar í dag. Bömmer það.

Við horfðum í Kill Bill, vol 1 í gær, úff púff segi ég nú bara. Ég verð mjög auðveldlega hrædd og myrkfælin af að sjá ógeðslegar myndir en þessi snerti mig samt ekkert, var í rauninni of ógeðsleg og óraunveruleg. Venjulega eftir svona myndir vil ég bara halda mig undir sæng og ekki horfa út í myrkrið. Þá held ég líka að það séu skrímsli í skápnum mínum og krókódíll undir rúmi. Ekkert solleis í gær samt.

Mér finnst ákaflega gaman að fylgjast með snjó í Hlíðarfjalli, sem er alltaf að aukast núna og er ég nú aftur farin að gera mér vonir um að komast á skíði um jólin.

04 desember 2003

Jeg talar gódur íslenskúr... 

Ég er alltaf að fatta hvað íslenska er fyndið mál, var að fatta orðið rúmföt áðan; föt fyrir rúm. Það er náttla bara fyndið. Svo erum við að gera grín að færeysku, held við höfum ekki efni á því!

Maður verður oft soldið blindur á eigið tungumál því maður er vanur að spá ekkert í orðunum, bara segja þau. Í finnskutíma vorum við að læra orð fyrir föt. Við lærðum meðal annars nokkur orð fyrir kjól, eitt þeirra var "leninki", við fórum öll að skellihlægja og kennarinn fattaði ekkert. Svo spurði ein stelpan hvort að það væri líka til "stalinki", ekki hlógum við minna þá. Kennarinn, greyið, fattaði ekkert og við hlógum eins og vitleysingar. Á endanum fattaði hann það þó. Held samt að það sé alveg eðlilegt að taka ekki eftir svona löguðu í sínu eigin tungumáli. Ég man, þegar ég var í menntaskólanum, var skiptinemi einhvursstaðar frá Asíu í skólanum. Hann hét auðvitað eitthvað skrítið og var því gert að taka upp íslenskt nafn, sem hann mátti velja sjálfur. Hann ákvað að heita Ágúst þar sem hann kom í ágúst til landsins. Svona eru tungumál nú skrítin.

Sumir dagar... 

Eins og ég var búin að minnast á var hausinn á mér eitthvað skrítinn á þriðjudaginn, er fyrst núna orðin góð. Veit ekki alveg hvað þetta var. En allavega, á þriðjudagskvöldum er ég í umræðutímum í frönsku. Í þetta skiptið fór ég á bíl því að við erum með bílinn hennar Katriar í láni núna, þar til á laugardag. Þegar ég svo var komin á staðinn þurfti ég að bakka aðeins, til að leggja bílnum, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti ekki að vera neitt mál, var ekki að bakka í stæði eða neitt. Til að setja í bakkgír þarf að lyfta upp einhvurskonar hring sem er á gírstönginni, frekar leiðinlegt sustemm. Ég gerði mig líklega til að setja í bakkgír og ýtti undir blessaðan hringinn. Hann virtist standa á sér svo að ég ýtti fastar, en ég áttaði mig of seint á þeim mistökum mínum að ég var að ýta undir kúluna á gírstönginni, ekki bakkhringinn. Ég er greinilega mjög sterk því og kúlan í gírstönginni losnaði með þeim afleiðingum að ég barði mig af öllu afli í andlitið og kúlan hentist eitthvurt aftur í bíl. Kúluna gat ég sett aftur á en ég leit frekar bjánalega út í tímanum, var eldrauð og bólgin fyrir neðan neðrivörina. Úff, þetta var náttúrulega ekki til að bæta ástandið á hausnum á mér. Svo kom bara allt öfugt út úr mér í tímanum. Sumir dagar eru ekki skemmtilegir!

02 desember 2003

Ferðasagan 

Jæja, þá er ég komin heim úr mikill reisu. Nú hef ég margt og mikið að segja og við skulum sjá til hvað mér tekst að muna mikið af því. Hausinn minn er eitthvað skrítinn, búinn að vera það síðan seinnipartinn í gær. Ég má ekki hreyfa hausinn eða augun mjög hratt því þá fæ ég svima og sé allt í móðu og svo er eins og það hafi hægst á allri heilastarfsemi. Er samt ekki með hausverk, skil þetta ekki alveg. Ég ætla nú samt að reyna að koma út úr mér ferðasögunni en ekki verða hissa þó eitthvað sé óskiljanlegt á einhvern hátt. Kannski er ég bara búin að ofreyna heilann af að hlusta á finnsku alla helgini. Allavega...

Á föstudagskvöldið kom Katri, systir Jens til okkar og gisti um nóttina. Hún kom færandi hendi. Hún kom með jóladagatal sem samanstendur af kinder eggjum, eitt egg á dag kemur skapinu í lag! Ég eldaði handa henni svaka fínan kjúklingarétt og bakaði eplaköku í eftirrétt (þá var hausinn enn í lagi!) Við spjölluðum saman og horfðum svo á legally blonde 1, bara rólegt kvöld s.s.

Á laugardaginn vöknuðum við Jens of snemma, það voru ennþá 3 klukkutímar í hádegi, úff. Málið var að stefnt var á að vera komin til Turku uppúr hádegi. Ferðin gekk fínt enda ekki við öðru að búast, við vorum með Pepsi og nammi í nesti. Við vorum komin til ömmu Jens um hálf 2 og hófst þá mikil átveisla. Ég held að gamla konan haldi að við borðum ekkert nema þegar við erum hjá henni. Allavega, nóg fengum við að borða. Í aðalrétt kjötbollur OG steiktan fisk. Í eftirrétt var svo hrísgrjónagrautur. Þegar líða var farið á daginn kom frændi Jens, sem er jafn gamall mér, og sótti okkur. Við fórum öll saman á íshokkí leik. Skautahöllinn í Turku er rosalega flott, riiiiiisastór, held að það komist um 12000 manns í sæti, á leiknum voru tæplega 10000. Leikurinn var frekar tíðindalítill en það lifnaði þó yfir honum í 3. (seinasta) leikhluta. Okkar menn voru mjög ágengir í sókninni í 3. leikhluta en uppskáru ekki eins og þeir sáðu, þeir áttu mörg mjög góð skot sem því miður enduðu ekki í markinu. Leikurinn fór 1-1 og voru bæði mörg skoruð í 2. leikhluta. Öll tölfræði sagði okkur þó fyrirfram að okkur menn ættu að vinna leikinn nokkuð auðveldlega, jæja svona fer stundum. Að leik loknum héldum við heim og horfðum á einhverja spennumynd sem heitir, að mig minnir, The last witness, eitthvað í þá áttina allavega, hún var ágæt.

Sunnudagur. Við sváfum vel og lengi, ekkert að drífa okkur að fara á fætur, það var fínt. Um leið og við vorum komin á fætur fengum við svo að borða, hvað annað! Fljótlega eftir það fórum við svo að sinna skyldum okkar. Alltaf þegar við komum ferð amman með okkur í kirkjugarðinn. Eftir það komum við við í búðinni og fórum svo í heimsókn til Airi og Erkki, Airi er systir ömmunnar. Þar förum við alltaf í gufubað sem að sjálfsögðu er frábært. Airi leysti okkur út með gjöfum, Jens fékk ullarsokka og ég fékk svona ömmu-ullarinniskó, veit ekkert hvað þetta heitir. Svona eins og ullarsokkar nema ekki með stroffi, nær bara upp á ökla. Ekki slæmt það. Þegar ég verð gömul ætla ég alltaf að gefa öllum sem koma heimsókn ullarsokka eða vetlinga. Þegar við svo komum aftur heim var kominn tími til að gefa okkur meira að borða! Í þetta skiptið fengum við aftur kjötbollur og fisk en líka kjúkling. Í eftirrétt var svo finnsk pönnukaka sem er gerð í ofni. Úff, hef sjaldan verið jafn södd. Eftir kvöldmatinn slöppuðum við aðeins af áður en aðal tilgangur ferðarinnar byrjaði. Við vorum nefnilega að fara í siglingu til Svíþjóðar, jáhá! Viking line býður upp á sólarhrings siglingu Turku-Svíþjóð-Turku án þess þó að farið sé frá borði í Svíþjóð. Þetta er nokkuð vinsælt og grunar mig að fríhöfnin á bátnum heilli marga. Þegar við vorum á leiðinni upp landganginn og ég sá skipið í fyrsta skiptið leið mér eins og ég væri að fara um borð í Titanic, skipið er riiisastórt. Við byrjuðum á að fara í káetuna okkar og koma okkur fyrir. Kíkið á þetta, við vorum í B4 káetu, ekki sú fínasta enda borguðum við bara 300 kr á mann. Við héldum svo í könnunarleiðangur um skipið. Þetta er í boði:
-Public spaces; information counter, conference hall, duty-free shop, perfume shop and boutique, playroom, hot tub and bar, salon.
-Entertainment spaces; Disco, Fun Club, Casino, Bella Sky bar.
-Restaurants; A la carte Food Garden, Fountainbleau Conference, Bar-B-Q House, Viking Buffet, Pub, Sea Side Café and Bar.
Það er s.s. nóg að gera á þessu skipi, eins og þið sjáið. Eftir könnunarleiðangur fórum við á Sport Pub og fengum okkur smá hressingu. Eftir það fórum við svo á Fun Club þar sem við eyddum restinni af kvöldinu. Það var fullt af hljómsveitum sem þó höfðuðu frekar til eldri aldurshópa. Á barnum var samt hægt að fá fullt af skemmtilegum kokteilum, ég sá um að prófa þá! Það var nokkuð margt um mannin og lítið um sæti. Við komum þó það snemma að við náðum góðum sætum. Það voru þó tvö sæti laus við borðið okkar og áður en langt um leið komu tveir ungir, misgáfulegir drengir og vildu setjast, sem þeir máttu. Annar var frekar þumbaralegur en var að reyna að vera gæji því hann var í Hugo Boss bol, ekki að heilla mig samt! Hinn var útlenskur, soldið miðjarðarhafslegur með dökkt hár og dökkt skegg. Hann var sko alveg í partýgírnum. Pantaði sér kók á barnum og var svo með flösku í vasanum og bætti alltaf jafn óðum í glasið, sem var þar af leiðandi aldrei tómt. Hann virtist vera á höttunum eftir kvennmanni, eða a.m.k. einnar nætur gamani. Eftir ekki mjög langan tíma drógu augun hann eitthvað í burtu. Vini hans virtist leiðast og fór því út á dansgólfið. Þegar svo vinurinn (partýgírsgaurinn)kom til baka var vinur hans því horfinn, en hann var nú ekki lengi leiður yfir því. Þess ber að geta að þegar hann fór eitthvað var hann alltaf með hendur á lofti og dillaði sér, hann gekk ekki eins og venjulegur maður. Jæja, eftir stutta sorg dillaði hans sér því út á dansgólfið í leit að vini sínum. Á dillvegi hans varð koma um sextugt-sjötugt sem var líka í dillfíling, þau dilluðu sér saman í smá stund. Stuttu seinna kom vinurinn gangandi í áttina að okkur með hendina á rassinum á einhverri gellu sem snéri sér og hélt annað. Vinurinn fann sér þá annan rass til að halda um, var hann á um fimmtugri konu sem stóð við hliðina á manninum sínum. Vinurinn klappaði eiginmanninum líka. Svo stoppaði hann aðeins á borðinu okkar en virtist hafa misst áhugann á drykknum, grunar samt að flaskan hans hafi verið orðin tóm. Svo dillaði hann sér í burtu.

Svo var komið að hápunkti kvöldsins sem var dragshow. Það var rosalega flott, dragdrottningin var rosalega góð, aldrei séð svona flott drag. "Hún" var í mjög miklum fötum og fækkaði alltaf milli laga, ógeðslega kúl sko! Hún dillaði brjóstunum mjög mikið og flott og stökk meira að segja upp á borð og dillaði sér þar. Ég hef ekki einu sinni séð alvöru konu sem er svona lipur á háhæluðum skóm! Vinur okkur var hins vegar hrókur alls fagnaðar. Hann stóð við hliðina á dansgólfinu og dillaði sér sem aldrei fyrr, hann var sko greinilega búinn að finna sína konu, hann var alveg heillaður, var alltaf að reyna að snerta drottninguna og heilla hana. Hún hafði gaman af að stríða honum. Við vorum alveg að springa úr hlátri því hann var augljóslega ekki að átta sig á kyni drottningarinnar. Vinurinn elfdist í hvert skipti sem drottningin fækkaði fötum og var alveg kominn í ham þegar drottningin var svo gott sem orðin ber, eingönu í bikiníi. Hann var alltaf að því kominn að fara út á gólf til að dansa við hana. Eftir showið fór drottningin svo inn í eitthvurt bakherbergi og hana elti drengur sem augljóslega var kærastinn og var heldur betur með fýlusvip, ekki sáttur með þennan á hliðarlínunni. Við bara biðum eftir að vinurinn elti drauma-"dísina" sína inn í bakherbergið. Þetta var því heldur betur góð skemmtun, bæði showið og vinurinn. Mig grunar þó að þetta hafi eyðilagt fyrir honum möguleikana þetta kvöldið, ekki held ég að margar gellur hafi litið við honum eftir þennan greinilega áhuga sem hann sýndi dansandi karlmanninumm.
Eftir þetta kíktum við á diskótekið, þar var ekkert stuð svo að við héldum fljótlega í háttinn, enda orðið ansi framorðið.

Mánudagur. Við sváfum vel og fórum ekki á fætur fyrr en um hádegi. Dagurinn var bara rólegur, fórum í verslunarleiðangur, keyptum helling í fríhöfninni, vorum send með langan innkaupalista frá ömmunni og Katri. Svo keyptum við náttúrulega eitthvað handa okkur sjálfum líka. Við fengum okkur að borða á Bar-B-Q Grill, ég fékk lax og Jens fékk piparsteik. Ekki hægt að kvarta yfir því. Á staðnum voru mörg spjöld sem óskuðu manni góðrar máltíðar á fullt af tungumálum, meðal annars stóð á einu: "Verdi Pér Ad Godu", hehe. Um seinnipartinn var svo bingó, ekkert smá spennandi, elska bingó. Vann samt ekkert. Eftir bingóið var svo karaoke, hljómar spennandi en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Flest allir sem sungu voru sjötugir kallar sem sungur flestir illa og allir sungur þeir ömurlega leiðinleg finnsk lög. Ein þýsk stelpa steig á svið og var kynnt að hún ætti að syngja Yellow submarine, ekki varð ég fyrir minni vonbriðgum þá. Þetta var ömurlegt hjá henni. Við yfirgáfum því pleisið. Ekkert sást til vinar okkar í dag, í giska á að hann hafi ekki verið neitt sértstaklega hress. Um 20:00 komum við svo aftur til Turku, sátt eftir ánægjulega ferð. Við gistum um nóttina í Turku.

Snemma á þriðjudagsmorgum héldum við svo heim því Jens þurfti að vera kominn í skólann kl 12. Nú er ég búin að eyða ég veit ekki hvað löngum tíma í að skrifa þessa ferðasögu og held að ég láti þetta duga í bili. Það nennir örugglega enginn að lesa þetta allt en Sunna getur þó ekki lengur ásakað mig um að vera löt að blogga!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?