<$BlogRSDUrl$>

18 desember 2003

Komin heim 

Jæja, þetta tókst nokkuð vel, heim erum við allavega komin. Þetta hófst allt kl 04:15 á finnskum tíma (02:15 á íslenskum) þegar við vöknuðum upp við vonan draum, a.m.k. við vonda vekjaraklukku. Hentumst á fætur og kláruðum að undirbúa okkur. Þar sem að almenningssamgöngur eru ekki mjög hressar á þessum tíma þurftum við að ganga smá spöl til að geta tekið strætó. Já, eða rútu öllu heldur, þetta var flugrúta sem fór frá miðbæ Espoo og beint á flugvöllinn. Undir venjumlegum kringumstæðum tekur um 10 mínútur að labba þangað sem við þurftum að taka rútuna en þar sem við vorum með fullt af farangri og við þurftum að ganga á stóru skautasvelli allan tímann (gaman niður risastóra brekku) tók ferðin 20 mínútur og við rétt náðum rútunni. Eftir þetta gekk allt vel og flugið til Köben var fínt. Fór í fyrsta skipti í Airbus vél, kann vel við þær, a.m.k. þessa. Hún var rúmgóð og þægileg.

Í Köben höfðum við tímann fyrir okkur. Fórum í Quiet room þar sem Jens las og ég sofnaði aðeins. En eins og við mátti búast hraut strákurinn við hliðina á mér og vaknaði ég einu sinni við það. Pirruð benti ég Jens á ólátabelginn og hélt svo áfram að sofa. Eftir að fórum á fætur aftur sagði Jens mér að þetta hafi nú verið frekar skondið því að ég hraut, vaknaði og kvartaði yfir að einhver annar væri að hrjóta og hélt svo sjálf áfram að hrjóta. Ég hef það mér til afsökunnar að ég er kvefuð, og hananú, ég hrýt ekki venjulega!

Eins og við mátti búast var seinkun á Icelandair fluginu, næstum því klukkutími. Við lentum á ömurlegri vél sem er, að mér skilst, vél sem er notuð í leiguflug, eldgömul og léleg. Án efa sú þrengsta sem ég hef verið í, við Jens vorum í hálfgerðum vandræðum þarna, sérstaklega við að borða. Heim komumst við þó á endanum. Fríður sótti okkur á flugvöllinn og sýndi okkur svo hvolpana sem tíkin fjölskyldunnar á. Rétt rúmlega mánaðargamlir, rosa sætir.

Katri er líka að koma heim í dag, því miður fékk hún ekki sæti í sömu vél og við. Hennar flug átti að lenda 22:30 en seinkunin hefur undið upp á sig því það er áætlaður komutími hjá henni klukkan 00:30 sem þýðir að hún verður aldrei komin til Reykjavíkur fyrr en 2, frábært! Við erum að fara í hádegismat til ömmu þeirra og afa á morgun og þar dugar ekki að vera geyspandi.

Við verðum í borginni þangað til seinnipart laugardags. Þá verður haldið norður yfir heiðar, bílandi.

Jens er farinn í fótbolta með strákunum og var ég að hugsa um að fara að sofa, það má sko segja það að ég sé orðin þreytt. Svaf reyndar eitthvað á leiðinni en ekki nóg. Svo er þetta alltaf spennufall líka, að koma heim og svona. Ég segi því velkomin heim við sjálfa mig og góða íslenska nótt!

17 desember 2003

Lítill svefn 

Jæja, nú er klukkan hjá mér tripple-0-seven sem þýðir að það eru bara 4 tímar þar til ég þarf að vakna, sem er hræðilegt. Ekki það að ég á svo sem ekki von á því að geta sofið mikið fyrir spenningi. Planið er að við vöknum kl 04:15 (fæ alveg hroll af tilhusuninni) og þurfum að taka strætó kl 05:35, komum á flugvöllinn rúmlega 6 og flugið til Köben er 07:35 og þar ætla ég að sofa by the way. Ég man ekki allar tímasetningar í Danmörku en við lentum í Kebblavík-erport kl 15:30. Á von á því að vera syfjuð annaðkvöld, en það er í lagi, því þá verð ég komin til Íslands. Myndi syngja þjóðsönginn við heimkomuna ef ég væri ekki með flensu.

Var að spá að það væri ekkert vitlaust að fara að sofa núna.

I'm the king of the world... What Famous Leader Are You?Heimkoma! 

Jeij, ég er að koma heim á morgun. Eftir akkúrat 24 tíma verð ég í Köben að bíða eftir fluginu til Íslands. Vandamálið er nebbla Air Greenland. Við vorum búin að kaupa miða með þeim og líka miða til Kaupmannahafnar og flugin pössuðu vel saman. Svo þurftum við að finna okkur annað flug og það passaði náttúrulega ekki jafn vel við, því það er um 6 tímum seinna en hitt flugið svo við fáum heldur betur að skoða Kastrup. Við Jens vitum samt um góðan stað á Kastrup. Hann heitir "Quiet Room". Hann er þeim kostum gæddur að ég get sofið og Jens getur horft á flugvélar. Frá því Jens var lítill hefur hann haft mjög gaman af að horfa á flugvélar koma og fara og getur hann starað á þær klukkutímum saman án þess að leiðiast. Mér finnst gaman að sofa klukkutímum saman. Þetta er því ágætis lausn. Annars er ég venjulega mjög duglega að sofa á ferðalögum. Ég man ekki eftir einni bílferð á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem ég hef ekki sofið. Í flugum er það venjulega þannig að ég opna augun rétt á meðan verið er að gefa að borða. Uppá síðkastið hef ég hins vegar verið hrædd við að sofa í flugvélum því að þegar við vorum að koma heim frá Finnlandi fyrir 2 árum þá stórslasaðist ég. Mér tókst einhvernveginn að beygla löppina á mér undir næsta stól með þeim afleiðingum að ég teygði á liðböndum í ökla og þurfti að fara á slysó og fá hækjur og allt. Klaufinn ég, það er ekki öllum sem tekst að slasa sig á því að sofa.

Annars virðist flensan vera ansi ánægð í mér því hún er sko að halda risa partý. Ég skynja samt einhverja timburmenn í henni í dag því hún virðist vera örlítið slappari en í gær. Vona að hún fari að hætta þessu rugli og koma sér í meðferð!

Ég veit ekki hversu dugleg ég get verið að blogga um jólin og hvort ég eigi yfir höfuð eftir að nenna því. Við tökum tölvuna ekki með heim um jólin svo að ég hef ekki netsamband heima. Ég kemst í netið hjá Jens en tölvan þar er rosalega gömul og nettengingin léleg. Ég er því alltaf farin yfirum eftir 5 mínútur á netinu í þeirri tölvu. Það er samt örugglega í lagi að ég bloggi ekki mikið því það nennir enginn að lesa solleis um jólin, það hafa allir svo mikið að gera.

16 desember 2003

Veikindablogg 

Ég er með flensu dauðans núna. Búin að vera veik síðan á laugardag! Nennessekki! Mér líður samt betur í dag en í gær svo að ég er að vona að þetta sé að fara að skána. Það versta var samt að ég náði eiginlega ekkert að sofa í nótt. Sofnaði ekki almennilega fyrr en að ég held 4. Fyrst gekk mér illa að sofna og svo hóstaði ég svo mikið að ég gat ekki sofið. Ég var alltaf alveg að sofna þegar í alltí einu hentist upp því ég var að kafna af hósta. Svona gekk þetta lengi lengi lengi. Ég var sko alveg að verða brjáluð. Jens svaf eins og steinn við hliðina á mér og tók ekki eftir neinu. Ekkert að hafa áhyggjur af því að ég væri að hósta upp úr mér öllum líffærunum. Svona er hann þá, uss, hvern hefði grunað þetta ;)

Annars komum við heim ekki á morgun heldur hinn. Ég er töluvert farin að hlakka til, vona að ég verði orðin frískt.

14 desember 2003

Jólasnjór 

Þá er eina ferðina enn kominn snjór hjá okkur. Ég á svo sem ekki von á því að hann sé kominn til að vera, ekki frekar en fyrri daginn. Það er alltaf að koma og fara snjór sem þýðir það að það er ansi oft slabb, sem er nú ekki alveg uppáhaldið mitt sko! Þess á milli rignir. Ég er nú að verða dáldið þreytt á þessari veðráttu hérna. Ég var fengin hingað á þeim forsendum að hér væri sko alvöru vetur, hörkugaddur og fullt af snjó. Kannski eru það bara gróðurhúsaáhrifin sem eru að breyta Finnlandi í rigningar-þoku-útkjálka. Hlakka sko til að koma til Akureyrar, þar sem er snjór og frost!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?