<$BlogRSDUrl$>

28 desember 2003

Jólahjól... 

Jæja, þá kemst maður loksins í tölvu og ætli það sé ekki best þá að skrifa nokkur orð. Ég vil byrja á að óska þeim gleðilegra jóla sem ekki fengu jólakort frá mér, ég skrifaði hátt í 70 jólakort í ár svo að ef þið fenguð ekki jólakort þá bara sorry, ég nennti ekki að skrifa fleiri! Ég er búin að hafa það frábært um jólin, eins og lög gera ráð fyrir. Ég er búin að borða vel, hitta fullt af fólki, fara á árlega tónleika Helga og hljóðfæraleikaranna, og viti menn, ég fór á skíði í dag. Ég get sko sagt ykkur að það var gaman. Það var reyndar með eindæmum kalt, 10-12°C frost svo að ég var orðin nokkuð frosin eftir um 5 tíma útiveru (með smá pásum). Þetta var samt alveg frábært, vorum að hugsa um að skella okkur á morgun líka. Er samt alveg dauðþreytt eftir daginn en það fylgir. Er búin að fara í funheita gufu og borða vel (það eykur sko matarlystina að skíða svona) og nú á ég bara eftir að skríða upp í rúm, lesa smá og fara að sofa. Er að les Hr. Alheimur eftir Hallgrím Helgason.

Ég fékk margar mætar gjafir; nokkrar bækur, tösku, samlokugrill, eyrnalokka, slæðu/trefil, útileguljós, tesíu, pönnu og margt fleira. Þakka fyrir mig. Hátíðin er nú samt ekki búin enn, af nógu er að taka. Enn á eftir að hitta einhverja og mikið á eftir að borða.

Jæja, er að hugsa um að halda heim og fara að sofa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?