<$BlogRSDUrl$>

16 janúar 2004

Bjartari tímar með blóm í haga 

Jah, það er allavega farið að birta en ekki ber mikið á blómum því það er 10 stiga frost, en allavega. Ég fór áðan og stofnaði bankareikning svo að ég gæti fengið atvinnuleysisbæturnar lagðar inn á einhvern reikning. Það gekk allt ljómandi vel fyrir sig. Ég sótti líka um debetkort og ég fékk að velja mynd á það og allt, valdi geðkt kúl mynd af Frodo Baggins, ekki slæmt það. Vonum bara að það verði ekki of hvetjandi til að veifa kortinu hvar sem ég kem. Svo fór ég með umsóknina um atvinnuleysisbætur og fæ svar bráðlega. Konan á skrifstofunni sá ekki en að allt væri í lagi og hún sagði að það gæti verið að ég fengi bætur frá 11. nóv, en þá breyttist lögheimilið mitt í varanlegt finnskt, var með tímabundið og þá mátti ég ekkert gera.

Sko bara hvað kortið mitt er fínt:


Annars var ég að rekast á að síminn var að fá sér nýtt merki, um leið og ég sá það hugsaði ég með mér að ég kannaðist nú eitthvað við þetta. Áttaði mig svo á þessu þegar ég var að horfa á sjónvarp í gær og sá auglýsingu frá finnsku símafyrirtæki sem heitir Elisa, þið getið bara skoðað sjálf:Segið mér endilega hvað ykkur finnst um þetta!

15 janúar 2004

Óveður 

Ég sé að við höfum rétt sluppið út áður en óveðrið brast á. Mér fannst óveður rosalega skemmtileg þegar ég var lítil, sérstaklega þegar það var rafmagnslaust því að þá kveiktum við alltaf upp í arninum. Ég man, einn dag, er ég var í gagganum að mikið óveður geysaði. Ég hafði hlustað á fréttir útvarps og ekkert var sagt um að kennsla félli niður vegna veðurs í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Ég treysti mér ekki með nokkru móti að labba í þessu veðri svo að pabbi skultaði mér. Þegar ég svo kom á staðinn var allt harðlokað og læst og ekki sála á svæðinu. Það hafði s.s. bara farið fram hjá mér að það væri ekki kennsla. Ég snéri mér við en þá var pabbi farinn og ég neyddist til að berjast í gegnum stórhríðina alla leiðini heim. Það var rosalega erfitt, ég var heillengi á leiðinni og var alveg búin þegar ég kom heim. Svona fór nú það!

13 janúar 2004

Fjörugt jólafrí 

Jæja, við erum komin ósködduð aftur til Finnlands, þó að veðurguðirnir hafi reynt að hrista úr mér líftóruna meðan við flugum yfir Íslandi. Ferðin gekk ótrúlega vel. Við lentum meira að segja 15 mínútum of snemma í Helsinki sem þýddi það að við náðum rútunni kl 21:50, vorum búin að reikna með að taka þá sem kæmi 22:50. Samt lentum við 21:35 sem þýðir að við komumst á hraða ljóssins í gengum flugstöðina. Svo vorum við líka svo heppin að okkar farangur var fyrstur til að koma á færibandið, það má segja að örlagadísirnar hafi verið okkur hliðhollar þennan daginn.

Jólafríið var fínt. Mér leiðist samt alltaf hvað maður snýr sólarhringnum kikið við um jólin. Mér varð samt að ósk minni, ég komst á skíði um jólin, reyndar bara tvisvar en báða dagana var drauma færi. Það var reyndar 12 stiga frost báða dgana. Fyrri daginn var ég alveg að frjósa, var gegn freðin þegar ég kom úr stólalyftunni og náði ekki að hlýja mér á því að renna mér niður brekkuna. Seinni daginn klæddi ég mig betur og gat þá varla hreyft mig ég var svo dúðuð. Var í mestu vandræðum með að beygja mig niður til að fara í skíðaklossana, en mér varð þó ekki kalt. Báðir dagarnir voru þó frábærir þó að það hafi tekið langan tíma að ná upp réttum líkamshita eftir fyrri daginn.

Eins og venja er var mikið borðað um jólin. Allskonar dýrindis matur og smákökur, ekki hægt að kvarta undan því. Við laumuðum svo með okkur riiisastóru lambalæri sem á að elda á góðri stundu í góðra vina hópi. Þangað til bíður það í frystinum Komum líka með skyr, harðfisk og þrist, brot af því besta...

Ég þurfti svo að vakna fyrir allar aldir í morgun til að mæta í viðtal á atvinnumiðstöðinni. Vona að ég hafi náð að meðtaka allt, var frekar mygluð og sybbin. Var að spá í að fara upp í rúm og "lesa" smá... það bíða mínn mörg verkefni hérna, það þarf að þrífa, þvo þvott, fara í búð.. æ, þið vitið, allt sem þarf að gera þegar maður er búinn að vera svona í burtu. það er nákvæmlega ekkert til hérna, mallaði hafragraut í morgun og that's it, meira er ekki í boði hérna þessa stundina, nema frostið lambalæri. Jæja, hætt þessu bulli og er farin upp í rúm.

12 janúar 2004

Ferðalagi lokið 

Jæja, þá er ég komin aftur til Finnlands, eftir langt og strangt ferðalag sem þó gekk vonum framar. Er grútsyfjuð svo að ég var að hugsa um að nenna ekki að skrifa neitt merkilegt hérna fyrr en síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?