<$BlogRSDUrl$>

21 janúar 2004

Kuldi og lambalæri 

Ekkert lát er á blessuðum kuldanum. Ég þori ekki annað en að klæða mig rosalega vel þegar ég fer út sem gerir gang frekar erfiðan. Annars erum við að fara til Turku um helgina þar sem við ætlum að halda smá veislu, við ætlum að elda lambalærið sem við komum með út eftir jólin, vá hvað ég hlakka til.

Ég fór með harðfisk í tíma í gær til að gefa fólkinu að smakka, það var fyndið. Þeim fanst svakaleg lykt af honum en held að flestum hafi fundist hann ágætur, þau a.m.k. þorðu ekki annað að segja. Tveir meira að segja borðuðu helling!

BRRRRRRRRRRRRRRR 

Nú er ég satt að segja orðin skíthrædd! Undanfarið er búið að vera dálítið frost, svona ca á milli -10 og -15. Frekar kalt en sleppur. Nú er ég nýkomin á fætur og gerði eins og ég geri vanalega; byrjaði daginn á að kíkja á hitamæli. Ekki var nú svo gott að ég gæti gert það því það eru svo miklar frostrósir á eldhúsglugganum að það sést ekkert út og þar af leiðandi sést ekki á hitamælinn. Ég gáði því á mbl.is til að gá hvort þeir gætu ekki gefið mér upp einhverjar tölur og þeir segja að það sé -20°C í Helsinki. Ég sver að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fara út! Verð bara að skrópa í finnsku í dag. Þurfti að bíða í 20 mín eftir strætó í 15°C frosti um daginn og það var hræðilegt. Kennarinn minn var að segja að eitt árið var í 12 vikur (jan-mars) milli 20 og 30 stiga frost. Ég sver að ef svoleiðis gerist núna, þá kem ég heim!

18 janúar 2004

Skíði 

Við tókum skíðin ekki með út því að finnland er ekki mikið skíðaland, þ.e. hér er mikið um gönguskíði og skíðastökk en hér eru ekki mörg góð fjöll fyrir skíðasvæði nema lengst norður í lappalandi. Hæsta fjall suðurhluta Finnlands er 500 m hátt og mjög aflíðandi svo þar eru ekki góða skíðabrekkur. Ágætis skíðasvæði eru í lapplandi en það eru a.m.k. 1000 km í þau svo að við sáum að það myndi líklega ekki borga sig að fyrir okkur að taka skíðin með. Var ég því búin að sjá fram á það að komast ekki á skíði fyrr en næsta vetur. Okkur fannst það nú frekar súrt, sérstaklega þar sem mikið hefur verið talað um frábært færi og púður í Hlíðarfjalli eftir snjókomu síðustu daga.

Áðan gjörbreyttist hins vegar allt. Katri hringdi og sagði að og var að segja að atso og titta (móðurbróðir jens og kona hans) eru búin að panta skála í lapplandi og kaupa fyrir okkur flugmiða þangað, þar sem við förum á skíði. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að mæta, þau redda skíðum og allt. Eitthvað grunar mig að þetta verði gaman. Þetta verður 3.-7. mars og okkur bar bannað að segja nei, en ég meina, hver vill segja nei við svona löguðu! Ég er orðin rosa spennt!

Annars var ég að skoða hvort eitthvað spennandi væri í sjónvarpinu áðan. Á vegi mínum varð sænsk sjónvarpsstöð. Þar var verið að sýna íslenska teiknmynd um víkinga, náðum bara rétt í endan á henni en ég hafði gaman af því sem ég sá. Hún var s.s. á íslensku en textuð á sænsku. Um daginn sáum við svo tónlistarmyndband með Landi og sonum í sjónvarpinu. Það er bara allt að gerast þessa dagana!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?