<$BlogRSDUrl$>

12 febrúar 2004

Kuldi 

Það er búið að vera mjög kalt hérna undanfarið, um 15-20°C frost. Ég er þannig að mér er alltaf rosalega kalt á morgnanna, fer í brennheita sturtu, skelf af kulda yfir morgunmatnum og eyði megninu af morgninum að ná réttu hitastigi. Þið getið þá bara ímyndað ykkur hvernig mér líður þegar ég þarf að fara út um miðja nótt í 20 stiga frosti, það er ekki alveg að gera góða hluti! Mér er kalt þegar ég fer út í strætó, sem er ískaldur því að þetta er fyrsta ferðin hans um morguninn og hann er bar búinn að keyra í ca 5 mínútur þegar hann kemur á mína stoppistöð. Svo þarf ég að skipta um strætó og bíða í 20 mínútur. Eftir biðina er ég alveg orðin frosin í gegn en því miður er ekkert skárra að koma inn í vagn því að þetta er fyrsta ferðin hans og ég tek hann á endastöð. Það er skelfing að setjast í sætin þau eru svo köld. Þegar ég svo kem í vinnuna, þar sem er þó aðeins hlýrra en ekki heitt, þarf ég að byrja á því að klæða mig úr öllum fötunum því ég þarf að fara í vinnufötin. Það er ekkert fínt, mér er venjulega nógu kalt fyrir! Mér verður ekki hlýtt fyrr en ég fer að hamast við að skúra, skrúbba og bóna. Konan sem ég þríf með virðist hinsvegar vera öllu vanari kuldanum því að hún stynur alltaf "Kuuma, kuuma, kuuma" sem þýðir heitt, heitt heitt. Hún er alltaf alveg að kafna úr hita. Grunar reyndar að hún gæti verið á breytingaskeiðinu og að það orsaki allan þennan hita sem hún framleiðir.

Á morgnanna klæði ég mig samt alltaf eftir öllum þeim kúnstarinnar reglum sem ég lærði í skátunum og hélt að ég ætti að vera nokkuð sjóuð í þessu fagi en það virðist ekkert duga. Þetta er því frekar erfitt mál og veit ég ekki alveg hvað skal gera í þessu.

Sem betur fer á að hlýna á morgun og vera nokkuð skaplegt veður, allavega ekki kaldara en 10°C frost. Ég á nú samt eftir að sjá hvað það endist lengi

09 febrúar 2004

Anna morgunhani 

Mér gengur bara vel núna að vakna svona snemma á morgnanna. Það hefur samt ýmsar slæmar afleiðingar að venja sig á að vakna svona snemma. Klukkan 10 á föstudagskvöldið varð ég að fara að sofa því ég var svo þreytt. Var komin á fætur klukkan 9 á laugardagsmorgun. Náði að halda mér vakandi til 11 á laugardagskvöldið en þá var ég líka alveg búin. Vaknaði hálf 10 á sunnudagsmorgun. Ég sem var vön að geta sofið a.m.k. fram að hádegi um helginar en nú er það liðin tíð. Nú get ég ekki lengur farið út á kvöldin um helgar því ég get ekki vakað lengur en til klukkan 10. Þetta er hræðilegt ástand!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?