<$BlogRSDUrl$>

25 mars 2004

Leti 

Það er náttúrulega bara til háborinnar skammar að ég skuli vera svona löt að blogga núna, það bara, æ, ég get ekki gert mikið annað núna en að vinna og fara í finnskutíma. Mér gengur nú nógu illa að ráða við það.

Núna er fimmtudagur, ég er búin að borða kvöldmat og er að fara í finnskutíma. Ég er alveg að komast í helgarfrí og er farin að hlakka til. Á laugardaginn eftir viku koma Siggi, Ólöf og Tumi í heimsókn og er ég líka farin að hlakka til þess. Þau verða í ca 10 daga ef ég man rétt og ætlum við að reyna að gera eitthvað okkur til dundurs. Vorum að spá í að fara í 2ja daga ferð til Tallinn, um páskana verðum við svo í Uvlotti, þ.e. eyjunni sem móðurbróðir Jens og konan hans eiga. Þar eru 2 "sumar"bústaðir og gufubaðshús. Þar er alltaf mjög gott að vera og skemmtilegt. Eitthvað ætlum við svo að skoða Helsinki og reyna svo að fara að skoða Lahti, þar sem Katri á heima.

Jæja, þarf að fara að ná strætó.
Yfir og út...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?