<$BlogRSDUrl$>

30 mars 2004

The final countdown 

Ég er mjög upptekin við niðurtalningar þessa stundina. Það eru 3 dagar þangað til ég er búin að vinna, 4 dagar þangað til Siggi, Ólöf og Tumi koma og 16 dagar þangað til Íslands. Eins og sést hef ég mikið að hlakka til þessa dagana, enda er ekkert annað sem kemur mér í gengum vinnudaginn.

Eitt er það sem ég hef tekið eftir hérna og kemur mér mjög á óvart. Finnar virðast aldrei loka klósettinu eftir notkun. Ég er þeirrar skoðunar að klósett eiga að vera lokuð þegar ekki er verið að nota þau, bæði því það er smekklegra og svo er ég líka dugleg við að missa hluti og oftar en ekki misst eitthvað ofan í klósettið eða óvart stigið ofan í það þegar ég ætlaði að stíga uppá það. Það mæla því öll rök með því að klósettið eigi að vera lokið svona alla jafna. Mér virðist þó sem klósett í Finnlandi séu alltaf opin. Meira að segja þegar samstarfsmenn mínir eru búnir að þrífa tólið þá skilja þeir það alltaf eftir opið. Ég barasta skil þetta ekki!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?