<$BlogRSDUrl$>

05 apríl 2004

Mánudagur, en ekki til mæðu 

Nú er góður mánudagur, betri en margir forverar hans. Klukkan er núna farin að ganga 9 og undir venjulegum kringumstæðum ætti ég að vera að verða búin að vinna í 2 og 1/2 tíma og vera á leiðinni í pásu, en hvað er ég að gera? Ég sit hérna heima hjá mér, búin að sofa vel og er að hlusta á Tumaling nokkurn leika sér í stofunni og furða sig á því af hverju ekki allir eru jafn morgunhressir og hann. Já, ég er hætt að vinna og já, við erum með gesti. Ólöf, Siggi og Tumi komu frá Íslandi á laugardaginn og Katri kom frá Lahti. Það er því þröngt setið hjá okkur en ánægjulegt. Í gær kíktum við á flóamarkað í einni af skautahöllunum hérna og kíktum svo aðeins á Helsinki. Sigldum út í Suomenlinna sem er lítil, fámenn eyja rétt fyrir utan Helsinki þar sem er mjög gaman að rölta um. Á eyjunni er sögufrægt virki sem hefur verið friðað af UNESCO. Veðrið var frábært vorveður. Glampandi sólskin en samt smá kuldi í loftinu. Mér sýnist stefna í samskonar veður í dag. Mér finnst þetta mun ánægjulegri dagskrá en hefur verið í gangi hjá mér undanfarið og tel ég rétt að njóta lífsins núna fyrst svona gott tækifæri gefst.

En hvað um það, held ég ætti að fara að gera eitthvað skynsamlegra svo að ég óska öllum góðra stunda.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?