<$BlogRSDUrl$>

01 maí 2004

Myndir 

Jæja, nú er ég loksins búin að setja inn myndirnar. Í gerði tvö albúm: Finnlandsmyndir 4 þar sem eru ýmsar gamlar myndir og Finnlandsmyndir 5 þar sem eru myndir frá heimsókn Sigga, Ólafar og Tuma. Ég hvet alla til að skoða myndrinar!!!


Smá forsmekkur: Ég í Tallinn

1. maí 

Nú er 1. maí eins og í öðrum löndum en samt er 1. maí hér ekki eins og í öðrum löndum. Hér ríkir núna mikil hátíð, m.a. hátíð stúdenta. Í gær, 30. april, fóru allir háskólastúdentar sem og aðrir gleðipinnar niður í bæ og þar ríkti eins stemning og þegar mest fjör er á Akureyri um verslunarmannahelgina. Eitt er það þó sem gerir þessa hátíð frábrugðna versló og það er klæðaburður fólksins. Það voru allir í vinnugöllum og með stúdentshúfu! Hvert nemendafélag er með sér lit af galla sem er með merki hvers félags á bakinu þannig að auðveldlega má finna samnemendur sína því að í þessum göllum sjást allir úr mikilli fjarlægð. Eitt þótti mér þó merkilegra! Strax á fyrsta ári í háskóla eignast allir svona galla og klæðast honum svo stoltir í vísindaferðir. Í hverri ferð fær maður merki fyrir "unnin afrek" og þau eru svo saumuð á gallann. Einu sinni á ári er svo vígsluathöfn fyrir þá sem hafa nám tilskyldum merkjafjölda (s.s. farið á nógu mörg fyllerí) þar sem nemendurnir eru loksins orðnir "fullgildir" háskólastúdentar. Á fylleríinu 30. apríl og 1. maí klæðast stúdentarnir þessu svo stolltir.

Mér þykir þetta skrítin hefð, en það sem mér þykir enn merkilegra er hvað þetta er í grunninn nauðalíkt skátastarfi. Á merkisdögum klæðast skátar skátabúningnum sínum, sem þeir hafa saumað í merki sem þeir hafa hlotið fyrir afrek og þekkingu, og fara í skrúðgöngur. Ég get nú ekki sagt annað en: Ég er nú svo aldeilis hlessa!

Í dag, 1. maí, var ekki minni hátíð, þó að í þetta skiptið hafi verið mikið af fjölskyldum, ekki bara stúdentum. Í Finnlandi er skylda að fara í pick-nick ferð 1. maí og það vill svo skemmtilega til að nánast allir bæjarbúar fara á sama stað. Ennþá merkilegra er að það eru óskrifaðar reglur að nestið eigi að samanstanda af köldum kjötbollum, kartöflusalati og kampavíni. Finnar hafa mikið dálæti á þessu þrennu og þetta er greinilega "spari"nestið þeirra, þó ég sé ekki hrifin af því. Það voru svoooo margir í bænum og allir að háma í sig góðgæti. Menn voru þó mis sprækir eftir gærkvöldið en það er sko bannað að láta þynnku eða timburmenni halda sér heima, allir verða að fara í "lautarferð". Að sjálfsögðu var svo kröfuganga, sem var öllu veglegri en þær sem ég hef vanist á Íslandi þó að hún væri ekki jafn hitaþrungin og mótmælin í Frakklandi. Þetta var þó hin besta skemmtun og það var gaman að liggja í sólbaði og spóka sig um bæinn.

29 apríl 2004

Íslandsreisa 

Jæja, þá er ég komin heim eftir vel heppnaða Íslandsreisu. Ég skemmti mér mjög vel á ráðstefnunni og auðvitað var ekki slæmt að kíkja aðeins í perlur norðursins, Akureyri og Agnar nokkurn Sigurðarson, sem ég var að hitta í fyrsta skipti. Hann var nokkuð sprækur, reyndi að fá sér að drekka úr brjóstunum á mér :o) og var ekkert að spara prumpið þó að hann sæti í fanginu á ókunnugri manneskju. Það voru þó allavegana ekki gestastælar í honum...

Ég kynntist fullt af fólki á ráðstefnunni, sem var skemmtilegt, þó aðrir væri minna liprir en aðrir, en það er nú svona eins og gengur og gerist. Þetta var samt mjög mikil vinna og skiptist sólarhringurinn þannig upp hjá okkur Fríði að við sváfum í 5-6 tíma á nóttu, restinni af sólarhringnum eyddum við á ráðstefnunni, í Laugardalshöll, annaðhvort að afgreiða fólk eða að ganga frá einhverju varðandi þetta fólk allt saman.

Ég er búin að láta framkalla 3 filmur sem ég fékk líka á CD svo að set þær inn bráðlega, þær eru m.a. af heimsókn Sigga, Ólafar og Tuma. Set þær inn seinna í dag eða á morgun.
Ciao!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?