<$BlogRSDUrl$>

05 maí 2004

Lämmintä 

21°C hiti í skugga, það er ekki hægt að kvarta undan því! Þú að við séum nýkomin úr "ísgöngutúr" er ég alveg að stikna, úff þetta er samt fínt.

Annars var ég að dunda mér við að fylla út skattskýrslu í dag, ég þarf nefnilega að skila skattskýrslu hérna áður en ég fer heim aftur. Undir venjulegum kringumstæðum eru skattskýrslur ekkert erfiðar afþví að við eigum ekkert, en þetta var frekar erfitt núna af því að ég fékk ekki seinasata launaseðilinn og þurfti því að reikna út heildartekjur og eitthvað blabla vesen. Reddaðist þó á endanum. Ansi margt sem þarf að huga að áður en við förum.

Annars erum við búin að útvega okkur Lonely Planet bók fyir St. Pétursborg og erum að kynna okkur staðarhætti. Það er ansi margt sem kemur á óvart og þarf að varast. Hérna eru nokkur dæmi úr bókinni:

"The average Russian drinks more than 12L of pure alcohol a year - equivalent to over a bottle of vodka a week ..."

Í kaflanum um óáfenga drykki er sagt: "Limonad is a fizzy drink apparently made from industrial waste and tasting like mouthwash."

Það var vel fjallað um Metro kerfið og er ég satt að segja farin að kvíða því smá því að oft er ekki hægt að sjá nöfn stöðvanna og verður maður þá að taka eftir því sem er tilkynnt í hátölurunum, á rússnesku!!!

Jæja, nóg í bili, á samt örugglega eftir að koma með fleiri rússlandssögur áður en yfir líkur!

04 maí 2004

Jeij 

Myndasíðan er farin að virka aftur svo að nú hvet ég alla aftur til að kíkja á myndirnar!

Að öðru leiti er ekkert sérstakt að frétta, dagarnir líða hratt og ég er enn ekki byrjuð að pakka því dóti sem á að senda. Það strandar aðallega á því að við erum ekki búin að fá svör frá flutningafyrirtækjunum og getum þess vegna ekki alveg ákveðið hvernig við ætlum að hafa þetta. Annars er þetta nú ekki svo mikið dót, ég verð ekkert lengi að pakka þegar ég einu sinni byrja. Ég er nú samt komin með dálitla leið á þessum millilandaflutningum, þetta er svo mikið bras. Nú erum við samt að koma alveg heim, allavegana í bili.

03 maí 2004

URRG 

Svo virðist sem að myndasíðan mín sé eitthvað biluð, hefur ekki virkað í tvo daga, bara gerist ekkert, steindauð! Er að vona að þeir séu ekki bara búnir að loka á mig eða eitthvað, nenni ekki að þurfa að setja inn allar myndirnar aftur, annarsstaðar. Sjáum hvað setur...

02 maí 2004

...sólbrenndur með quick-tan brús'á saandölum og eermalausum boool... 

Var að horfa á veðurfréttir og það er spáð 20-25°C hita hérna í næstu viku, kannski að ég fresti heimferðinni aðeins ;o)

Blíðviðri og Rússland 

Uss, það er komið svo gott veður hjá okkur. Fórum í göngutúr í dag og keyptum okkur ís, vorum alveg að bráðna. Voðalega fínt samt. Það er spáð ennþá betra veðri í næstu viku svo að maður kannski nær sér í smá lit áður en við höldum til baka á frónið, sem by the way verður 20. maí, heldur betur farið að styttast í það!

Áður en við höldum í öryggið á Íslandi ætlum við í ögn hættusamari ferð því að við æltum að kíkja aðeins yfir landamærin til Rússlands. Við erum búin að ganga frá ferðinni og sækja um vegabréfsáritun, ekkert smá bögg að græja þetta allt. Ferðatilhögun er þannig að seinnipart miðvikudagsins 12. maí förum við með risastóru og fíni skipi frá höfninni í Helsinki. Þegar við vöknum morguninn eftir verðum við komin til St. Pétursborgar, þar sem við verðum í 2 daga. Á meðan á þessu stendur verður skipið samt sem áður afdrep okkar því að það verður við bryggju allan tímann og við getum gist þar. Ég er dauðfegin að hafa finnskt afdrep ef rússarnir fara að verða eitthvað ágengir. Við siglum svo aftur frá Rússlandi að kvöldi til og komum til Helsinki aftur á laugardagsmorgni.

Við erum því á fullu að koma okkur upp vopnabúri þessa dagana því það er nú ekki á það hættandi að fara allskostar óvopnaður í svona ferð. Einnig höfum við komið okkur upp göllum sem að eiga að verja okkur ef við erum hrædd um að verða fyrir kjarnorkugeislun.

Ef þið heyrið ekkert frá mér eftir þessa ferð er líklegast að rússarnir hafi takið mig og stungið mér inn í einhvern kjarnorkuofninn og nýti mig sem rafmagn.

Jens hefur uppi mikil áform, því að hann hafði hugsað sér að taka með sér nokkra tugi af Lödum aftur frá heimkynnum þessa merka bíls. Ef einhverj hefur áhuga á að fá einn slíkan er best að hafa samband við Jens sem fyrst, nú þegar er komin ein pöntun upp á a.m.k. 20 stykki og fyllist kvótinn því hratt. Hins vegar má einungis taka með sér frá landinu einn líter af lífvatni, eða vodka eins og sumir vilja kalla hann, er ekki hægt að koma með stórar pantanir af honum. Aðrar pantanir verða teknar fyrir þegar þær berast.
Lifið heil!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?