<$BlogRSDUrl$>

17 júní 2004

Boltinn rúllar 

Úff, það er búið að vera rosalega mikið að gera í vinnunni og ég hef barasta ekkert gefið mér tíma til að blogga þó að það sé svo sannarlega mikið að segja frá. Sjaldan hefur svona mikið gerst á jafn stuttum tíma hjá okkur og núna. Seinasta mánudag keyptum við okkur bíl, VW Polo, árg. 96 (tekin í notkun 95), eldrauðan og fínan. Hann er mjög vel með farinn og í góðu standi þó hann sé orðinn þetta gamall. Við erum himinsæl með hann og eyðum nú öllum okkar frítíma í að rúnta ;o)

Við höfum verið á höttunum eftir íbúð til leigu og ákvaðum að prófa að auglýsa í dagskránni sem kom út í gær. Viti menn, það var bara hringt í okkur strax í gær, við fórum að skoða íbúðina og leist vel á, við erum s.s. komin með íbúð og flytjum inn um næstu mánaðarmót. Þetta er barasta ótrúlegt allt saman. Það er líka eitt gott við íbúðina, þau sem leigja okkur hana eiga fullt af húsgögnum sem við meigum fá því að þau ætla annars að fara með þau á haugana, húsgögn í fínu lagi sko. Við eigum nefnilega ekkert af svoleiðis.

Það eru því allir velkomnir í kaffi þegar við erum búin að koma okkur fyrir!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?