<$BlogRSDUrl$>

01 júlí 2004

"Sumarið er tíminn..." 

Ég ætla sko ekkert að skammast mín fyrir það hvað ég hef verið löt við að blogga. Þó að óhófleg vinna minnki löngun og tíma til að blogga á maður ekki að hanga inni tölvunni á sumrin!

Annars erum við að vinna í því þessa dagana að koma okkur fyrir í íbúðinni og redda húsgögnum og solleis. Svo að enn er íbúðin ekki gestavæn en það fer að líða að því. Eftir það eru allir hjartanlega velkomnir í kaffi og meððí (með þeim fyirvara að eitthvað sé til) en tel ég þó réttara að fólk hringi á undan sér því að það er ekki svo oft sem að ég er heima og vakandi. Já, og svo að þið þurfið ekki að banka uppá í hverju húsi í bænum þá er heimilisfangið Stekkjargerði 1 og er okkar hurð sú sem snýr að götunni.

Annars vantar okkur sófa, erum með einn núna sem er voðalega gamall og slitinn. Ef einhver á sófa sem "liggur undir skemmdum" þá er hann vel þeginn ;o)

Annars held ég að ég kveðji í bili, er að vinna aldrei þessu vant. Klukkan er að verða 1 aðfaranótt fimmtudags og mín bíður strangur dagur í útilífsskólanum á morgun.
Yfir og út...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?