<$BlogRSDUrl$>

21 júlí 2004

Miss Congeniality 

Jæja, nú er dagur 2 sem ég ligg í rúminu en reikna þó með að fara í vinnu á morgun.  Mér skilst að svefninn lækni allt og er ég búin að fara í einu og öllu eftir þeirri reglu sem hefur gefið nokkuð góða raun.  Fór heim úr vinnunni kl 9 í gærmorgun, fór að sofa, og vaknaði ekki fyrr en Jens kom heim úr vinnunni kl rúmlega 5.  Aldrei að vita hvað ég hefði sofið lengi ef hann hefði ekki komið.  En nú er ég orðin nokkuð spræk.

Ég varð mér út um smá dí-ví-dí eins og það heitir á góðri íslensku, þar á meðal Miss Congeniality.  Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að Sandra Bullock, já eða persónan hennar í myndinni, á eins græjur og ég, nákvæmlega eins!!! Keypti þær fyrir 9 árum eða eitthvað, standa vel fyrir sínu sko!

Jæja já, ætli ég láti þetta ekki duga í bili.
Over and out!

19 júlí 2004

vrúmmm 

Mér finnst ég vera nýbúin að blogga seinast en tíminn líður svo hratt að svo er ekki.  Svona er þetta, sumarið er langt komið, bara tvær vikur tæpar í versló og allt að gerast.
 
Ég á aldrei þessu vant frí um helgina og þurfum við að nýta hana vel, þurfum að fara suður og sækja dót, t.d. rúmið okkar, því að við erum ennþá á dýnum á gólfinu. 
 
Ekki nóg með það að ég vinni eins og brjálæðingur heldur er ég líka með flensu!  Byrjaði á miðvikudaginn í síðustu viku með dúndrandi hausverk sem hefur varað meira og minna síðan þá.  Á laugardaginn gerðu svo fleiri einkenni vart við sig.  Ég er náttla alltaf meiri asninn, leyfi mér aldrei að vera veikri, svo að ég drattaðist í vinnunna um helgina og leið ferlega illa auðvitað. Er ennþá "veik", búin að hósta eins og brjálæðingur í dag, fór þó áðan og keypti hóstasaft.  Það versta við þetta er þó að það er ekki það besta að vera innan um fullt af öskrandi krökkum þegar maður er með dúndrandi hausverk!
 
Jæja, nú ætla ég að hætta á neikvæðu nótunum og segja frá einhverju skemmtilegu.  T.d. að ég fór á Shrek 2 á laugardaginn, hún var rosalega skemmtileg.  Katri, systir er líklega komin til landins núna, eða að lenda, og kemur hún norður með flugi í kvöld.  Í dag var mér boðið í útilegu á Hólum í Hjaltadal um helgina, sé hvort ég nái ekki að kíkja þangað í tengslum við Reykjavíkurferðina.
 
Annars minni ég enn og aftur á að allir eru velkomnir í heimsókn, bæði þeir sem búnir eru að koma og þeir sem enn hafa ekki séð pleisið!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?