<$BlogRSDUrl$>

28 júlí 2004

Fiskabúr 

Vill einhver eiga fiskabúr (kúlu) eða veit um einhvern?  Það fylgir allt með; loftdæla, steinar, skaut og háfur.

Verið nú svo væn að láta mig vita ef þið viljir, ef ekki þá hendi ég þessu!

26 júlí 2004

Borgarferð 

Fórum suður um helgina að sækja rúmið okkar og annað dót sem við áttum þar.  Það var svakalega gott að sofa í rúminu aftur en ekki jafn svakalega gaman að reyna að koma dótinu fyrir.  Það er sko ekki sjens að allar bækurnar komist fyrir! 

Svo að nú er allt í drasli hjá okkur og ég er ekki svo viss um að mér takist einhverntíman að koma íbúðinni í skikkanlegt horf!

Keyptum reyndar eldhúsborð og 2 stóla  í IKEA svo nú er ég svaka hamingjusöm.
En ætli ég þurfi ekki að reyna að berjast við bækurnar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?