<$BlogRSDUrl$>

18 september 2004

Fyrsta vikan 

Jæja, fyrsta vikan í kennslunni hefur gengið stór-áfallalaust fyrir sig fyrir utan einn geitung sem stal athyglinni í smá stund. Ég veit um einn kennara sem lenti í því að það kviknaði í myndvarpa í tímanum, úbbs, fegin að lenda ekki í því. Myndvarpinn hefur verið orðinn aðeins of rykfallinn eftir sumarið og ekki alveg höndlað álagið. Svo þarf maður að fara að skipuleggja skálaferð með fyrsta bekknum og svona! Spennandi, langt síðan ég hef farið í skálaferð ;)

Fuglarnir út í garð syngja sem aldrei fyrr. Þá er kominn tími til að fara á fætur, best ég reyni að koma Jens á sömu skoðun, ekki viss um að það gangi vel en það sakar ekki að reyna ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?